Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra Jökull Sólberg skrifar 7. desember 2023 15:00 Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jökull Sólberg Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var ferðamálaráðherra setti hún reglugerð þar sem felld var brott krafan um að að íbúðagisting skyldi aðeins starfrækt í skráðu atvinnuhúsnæði. Þannig opnaði Þórdís Kolbrún mjög skýrt og meðvitað fyrir skammtímagistingu í íbúðarhúsnæði umfram það sem reglur um Airbnb leyfa. Leiðin sem er farin er að íbúðirnar eru í eigu einstaklinga sem greiða fasteignagjöld eins og ef um íbúðarhúsnæði sé að ræða, en leigusamningur svo undirritaður við félög sem rótera ferðamönnum í íbúðinni allt árið um kring. Í rökstuðningi ráðuneytisins á sínum tíma var sagt að það væri ekki réttlætanlegt að leggja kröfur á eigendur íbúðarhúsnæðis um ráðstöfun húsnæðisins. Einhver svona frjálshyggjulína sem Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir. Útkoman er núna sú að hægt er að leigja út íbúðarhúsnæði allt árið um kring til ferðamanna en komast hjá fasteignagjöldum og margs konar kvöðum sem fylgja leyfisskyldri gististarfsemi. Þetta bitnar helst á einu sveitarfélagi, Reykjavíkurborg, sem hefur nú færri tæki og tól en ella til að sinna skipulagshlutverki sínu og minni tekjur til að standa undir grunnþjónustu en annars. Í dag 7. desember, var Þórdís Kolbrún, sem nú er fjármála- og efnahagsráðherra, spurð af Kristrún Frostadóttur í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvað hafi vakið fyrir henni þegar hún breytti reglugerð um gististaði með þessum hætti. Ég hlustaði á svör hennar í útsendingu Alþingis, og það er skemmst frá því að segja að hún gat engu svarað um hvers vegna hún setti reglugerðina. Þórdís skoraði á Kristrúnu að tala við sína flokksfélaga í borginni og lætur eins og ábyrgðin sé öll þar - en hún veit vel að það er hún sjálf sem torveldaði sveitarfélögum að koma böndum á skammtímaleigumarkaðinn - með skaðlegri reglugerðarbreytingu sem verður að vinda ofan af sem fyrst. Höfundur er forritari.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun