Fækkun heilsugæslustöðva og hvar eru heimilislæknarnir? Oddur Steinarsson skrifar 7. desember 2023 11:31 Árið 2016 voru boðnar út þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins tveir aðilar sóttu um og opnuðu tvær nýjar heilsugæslur árið 2017. Í október það ár voru 213.000 manns skráðir á 19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Sex árum síðar, í október 2023, eru 255.000 skráðir á höfuðborgarsvæðinu, sem gerir um 13.400 að meðaltali á hverja stöð. Æskileg stærð stöðva er um 8-12.000 skjólstæðingar og er varað við að fara yfir 15.000 skráða. Minni heilsugæslur reknar af og í eigu lykilstarfsmanna hafa komið best út í nágrannalöndunum. Hver er staðan hér í dag? Fyrir um einu og hálfu ári var tilkynnt um myglu í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi. Þá var starfsemin flutt að mestu yfir í Heilsugæsluna í Árbæ. Á sama tíma var læknamönnun í Grafarvogi orðin mjög léleg. Síðan hefur ekki verið rekin heilsugæslustöð í Grafarvogi og ekki er alveg ljóst hvenær breyting verður á því. Nýlega hefur starfsmönnum heilsugæslustöðvanna í Breiðholti verið tilkynnt um sameiningu á starfsemi þeirra. Þá er jafnframt rætt um hvort sameina eigi fleiri heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu vegna manneklu. Þannig gætu verið 15 til 16 starfandi heilsugæslur fyrir 255.000 manns innan árs. Þá verður meðalskráning á stöð -16.-17.000 manns. Þetta raungerist á sama tíma og stjórnvöld hafa talað um styrkingu heilsugæslunnar. Komugjöld hafa verið lækkuð og verkefni flutt til heilsugæslunnar. Ef skoðað er nánar hvað hefur verið gert, eru viðbæturnar helst geðheilsumiðstöðvar og önnur þjónusta en grunnheilsugæsla. Sálfræðiþjónusta hefur verið efld, en fjármögnun til lækninga og hjúkrunarþjónustu hefur ekki verið aukin. Fjármögnunin hefur ekki fylgt fólksfjölgun og auknum verkefnum. Fyrir ári síðan voru þrjár sjálfstæðar stöðvar í töluverðum rekstrarvanda, var þá loksins brugðist við og bætt inn nokkru fé. Þetta voru jafnframt þær þrjár stöðvar sem komu best út úr síðustu gæða- og þjónustukönnun. Meinið hér á landi er að fjármögnun fylgir yfirleitt ekki launaþróun eða fjölgun verkefna og skjólstæðinga. Það er talað um upphæðir inn í kerfi, en því miður eru þetta oftast plástrar. Það geta ekki færri unnið meira og meira, ár eftir ár. Þá sporar úr. Félag íslenskra heimilislækna kannaði í vor fjölda setinna stöðugilda heimilislækna. Samkvæmt því voru um 100 stöðugildi setin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerir um einn sérfræðing á tæplega 2600 skráða í dag. Þar sem mönnunin er verst, var einn heimilislæknir á um 5000 skráða. Viðmið félagsins er 1200 skráðir skjólstæðingar á lækni í fullu starfi í þéttbýli. Þau viðmið eru jafnframt mjög hógvær eins félaginu er jafnan tamt. Ef við skoðum viðmið í nágrannalöndunum, þá eru viðmið Svía 1100 skráðir á lækni og þar er eftirfylgd ADHD-lyfjameðferðar ekki á höndum þeirra. Norðmenn miða við 1000-1200 skráða á lækni og Danir hafa verið að lækka töluna í 1300-1500 skráða á lækni. Stór samlög hafa verið tengd við skert aðgengi, minni samfellu þjónustu, verri frammistöðu í forvörnum, minni heilsueflingu og lakari eftirfylgd langvinnra sjúkdóma. Samkvæmt rannsóknum er ,,gullin tala“ talin vera á bilinu 1000-1500 skráða á lækni. Sérnámið Það eru um eitt hundrað læknar í sérnámi í heimilislækningum á Íslandi, sem er mjög jákvætt og þar hafa frumkvöðlar í hópi heimilislækna unnið þrekvirki. Þetta er þó á landsvísu og ástandið víða úti á landi er slæmt og ekki síður brýnt að bæta mönnun þar. Einnig eru um 75 heimilislæknar að komast á aldur næsta áratuginn. Það þarf því að bæta enn í til að ná upp mönnunarskorti og ná takti við fólksfjölgun. Þetta sérnám hefur því miður ekki verið stutt eins og ég hefði viljað sjá. Í Svíþjóð, þar sem ég starfaði, var hver sérnámsstaða fjármögnuð sérstaklega og kennslustjórum fjölgað í takt við stækkandi hóp sérnámslækna. Þetta var gert af myndarskap af yfirvöldum þar, en vantar mjög upp á hér. Enn eru tillögur um sambærilegt að velkjast um í ráðuneytunum þrátt fyrir starfshóp um efnið og að undirritaður hafi endurtekið bent á þetta síðastliðin níu ár á fundum. En hvað nú? Heilbrigðisráðuneytið hefur synjað óskum um að stöðva nýskráningar skjólstæðinga utan upptökusvæðis stöðva, þrátt fyrir að stöð sé fullsetin. Embætti landlæknis fékk afrit af þeim samskiptum en aðhafðist ekki. Ég er með nokkur dæmi um lækna sem hafa hætt í heilsugæslunni eða minnkað starfshlutfall vegna álags, og þá er ekki minnst á veikindi. Þessi þróun er ekki boðleg áfram og það þarf að bregðast við og það með aðgerðum, ekki enn einni nefndinni. Fjármagna þarf í takt við launaþróun, verkefni og mönnunarþörf. Fjármagna sérnámið almennilega. Endurskoða komugjöld, önnur gjöld og fjárstýringar. Forgangsraða þarf til að vernda þann mannskap sem stendur vaktina nú. Hvað er mikilvægast að gera? Endurskoða þarf Heilsuveru. ADHD-lyf og eftirlit, á það ekki að vera hjá þeim sem greina og setja viðkomandi á meðferð? Gera eitthvað róttækt í vottorðamálum og minnka aðra skriffinnsku. Hollenskir heimilislæknar fóru víst í vottorðaverkfall fyrir 20 árum og það er ljóst að heimilislæknar hér munu ekki sætta sig við óbreytt ástand. Höfundur er varaformaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Árið 2016 voru boðnar út þrjár nýjar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins tveir aðilar sóttu um og opnuðu tvær nýjar heilsugæslur árið 2017. Í október það ár voru 213.000 manns skráðir á 19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu. Sex árum síðar, í október 2023, eru 255.000 skráðir á höfuðborgarsvæðinu, sem gerir um 13.400 að meðaltali á hverja stöð. Æskileg stærð stöðva er um 8-12.000 skjólstæðingar og er varað við að fara yfir 15.000 skráða. Minni heilsugæslur reknar af og í eigu lykilstarfsmanna hafa komið best út í nágrannalöndunum. Hver er staðan hér í dag? Fyrir um einu og hálfu ári var tilkynnt um myglu í húsnæði Heilsugæslunnar í Grafarvogi. Þá var starfsemin flutt að mestu yfir í Heilsugæsluna í Árbæ. Á sama tíma var læknamönnun í Grafarvogi orðin mjög léleg. Síðan hefur ekki verið rekin heilsugæslustöð í Grafarvogi og ekki er alveg ljóst hvenær breyting verður á því. Nýlega hefur starfsmönnum heilsugæslustöðvanna í Breiðholti verið tilkynnt um sameiningu á starfsemi þeirra. Þá er jafnframt rætt um hvort sameina eigi fleiri heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu vegna manneklu. Þannig gætu verið 15 til 16 starfandi heilsugæslur fyrir 255.000 manns innan árs. Þá verður meðalskráning á stöð -16.-17.000 manns. Þetta raungerist á sama tíma og stjórnvöld hafa talað um styrkingu heilsugæslunnar. Komugjöld hafa verið lækkuð og verkefni flutt til heilsugæslunnar. Ef skoðað er nánar hvað hefur verið gert, eru viðbæturnar helst geðheilsumiðstöðvar og önnur þjónusta en grunnheilsugæsla. Sálfræðiþjónusta hefur verið efld, en fjármögnun til lækninga og hjúkrunarþjónustu hefur ekki verið aukin. Fjármögnunin hefur ekki fylgt fólksfjölgun og auknum verkefnum. Fyrir ári síðan voru þrjár sjálfstæðar stöðvar í töluverðum rekstrarvanda, var þá loksins brugðist við og bætt inn nokkru fé. Þetta voru jafnframt þær þrjár stöðvar sem komu best út úr síðustu gæða- og þjónustukönnun. Meinið hér á landi er að fjármögnun fylgir yfirleitt ekki launaþróun eða fjölgun verkefna og skjólstæðinga. Það er talað um upphæðir inn í kerfi, en því miður eru þetta oftast plástrar. Það geta ekki færri unnið meira og meira, ár eftir ár. Þá sporar úr. Félag íslenskra heimilislækna kannaði í vor fjölda setinna stöðugilda heimilislækna. Samkvæmt því voru um 100 stöðugildi setin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta gerir um einn sérfræðing á tæplega 2600 skráða í dag. Þar sem mönnunin er verst, var einn heimilislæknir á um 5000 skráða. Viðmið félagsins er 1200 skráðir skjólstæðingar á lækni í fullu starfi í þéttbýli. Þau viðmið eru jafnframt mjög hógvær eins félaginu er jafnan tamt. Ef við skoðum viðmið í nágrannalöndunum, þá eru viðmið Svía 1100 skráðir á lækni og þar er eftirfylgd ADHD-lyfjameðferðar ekki á höndum þeirra. Norðmenn miða við 1000-1200 skráða á lækni og Danir hafa verið að lækka töluna í 1300-1500 skráða á lækni. Stór samlög hafa verið tengd við skert aðgengi, minni samfellu þjónustu, verri frammistöðu í forvörnum, minni heilsueflingu og lakari eftirfylgd langvinnra sjúkdóma. Samkvæmt rannsóknum er ,,gullin tala“ talin vera á bilinu 1000-1500 skráða á lækni. Sérnámið Það eru um eitt hundrað læknar í sérnámi í heimilislækningum á Íslandi, sem er mjög jákvætt og þar hafa frumkvöðlar í hópi heimilislækna unnið þrekvirki. Þetta er þó á landsvísu og ástandið víða úti á landi er slæmt og ekki síður brýnt að bæta mönnun þar. Einnig eru um 75 heimilislæknar að komast á aldur næsta áratuginn. Það þarf því að bæta enn í til að ná upp mönnunarskorti og ná takti við fólksfjölgun. Þetta sérnám hefur því miður ekki verið stutt eins og ég hefði viljað sjá. Í Svíþjóð, þar sem ég starfaði, var hver sérnámsstaða fjármögnuð sérstaklega og kennslustjórum fjölgað í takt við stækkandi hóp sérnámslækna. Þetta var gert af myndarskap af yfirvöldum þar, en vantar mjög upp á hér. Enn eru tillögur um sambærilegt að velkjast um í ráðuneytunum þrátt fyrir starfshóp um efnið og að undirritaður hafi endurtekið bent á þetta síðastliðin níu ár á fundum. En hvað nú? Heilbrigðisráðuneytið hefur synjað óskum um að stöðva nýskráningar skjólstæðinga utan upptökusvæðis stöðva, þrátt fyrir að stöð sé fullsetin. Embætti landlæknis fékk afrit af þeim samskiptum en aðhafðist ekki. Ég er með nokkur dæmi um lækna sem hafa hætt í heilsugæslunni eða minnkað starfshlutfall vegna álags, og þá er ekki minnst á veikindi. Þessi þróun er ekki boðleg áfram og það þarf að bregðast við og það með aðgerðum, ekki enn einni nefndinni. Fjármagna þarf í takt við launaþróun, verkefni og mönnunarþörf. Fjármagna sérnámið almennilega. Endurskoða komugjöld, önnur gjöld og fjárstýringar. Forgangsraða þarf til að vernda þann mannskap sem stendur vaktina nú. Hvað er mikilvægast að gera? Endurskoða þarf Heilsuveru. ADHD-lyf og eftirlit, á það ekki að vera hjá þeim sem greina og setja viðkomandi á meðferð? Gera eitthvað róttækt í vottorðamálum og minnka aðra skriffinnsku. Hollenskir heimilislæknar fóru víst í vottorðaverkfall fyrir 20 árum og það er ljóst að heimilislæknar hér munu ekki sætta sig við óbreytt ástand. Höfundur er varaformaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar