Sótsvartur veruleiki fatlaðs fólks á Íslandi Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 6. desember 2023 14:31 Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað og séð að staða fatlaðs fólks á Íslandi er slæm, en eftir að hafa séð niðurstöður úr könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, um stöðuna í dag er ég gjörsamlega niðurbrotin og get með engu móti sagt að hér sé til nokkuð sem heitir velferðarkerfi. Við vissum að niðurstöðurnar yrðu ekki góðar en þær eru virkilega sláandi. Þessi staða er óboðleg, hér þarf ráðafólk virkilega að taka til hendinni og vinna sína vinnu. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á rannvinn.is en hér eru helstu niðurstöður hennar: Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda, félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. Útgjöldum án þess að stofna til skuldar Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af húsnæðiskostnaði Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu búa við slæma andlega heilsu Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða hugsað um að skaða sig Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum 31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður Af þessum niðurstöðum að dæma má hreinlega afmá þá mýtu að Ísland sé velferðarsamfélag. Fötluðu fólki er úthýst, það býr við fátækt ofan á þá staðreynd að búa við slæma heilsu. Það hlýtur að vera nógu afleitt að búa við slæma heilsu. Hver eru rökin fyrir að dæma fólk í ofanálag til fátæktar? Er fatlað fólk svartur blettur á samfélaginu? Þau sem höfðu heilsu og voru í vinnu og/eða skóla, misstu þau verðleika sinn þegar þau misstu heilsuna? Þau sem fæddust fötluð, voru þau aldrei verðmæt? Hér þarf að eiga sér stað samfélagsleg viðhorfsbreyting. Það hefur enginn það að markmiði að verða öryrki. Við erum öll verðmæt, við eigum öll að fá að lifa lífinu með reisn og fatlað fólk svo sannarlega ekki baggi á þjóðfélagið. Höfundur er formaður kjarahóps ÖBÍ réttindasamtaka, varaformaður Endósamtakanna og öryrki.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun