Rennur vatnið upp í móti? Jón Trausti Kárason skrifar 6. desember 2023 10:00 Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vatn Reykjavík Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það var framsýnt fólk sem ákvað fyrir meira en heilli öld að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunnana í Heiðmörk. Þegar vatnsveitan tók til starfa, sumarið 1909, komu fyrstu vatnsgusurnar reyndar úr Elliðaánum en strax um haustið var búið að leggja lögn alla leið í Heiðmörkina og alla tíð síðan hafa gljúp hraunin þar boðið borgarbúum upp á náttúrulega síun á neysluvatninu. Þá var Heiðmörkin langt upp í sveit og þéttbýlið í Reykjavík bundið við Kvosina og Þingholtin. Síðan þá hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað úr 14 þúsund í 250 þúsund og ennþá stendur Heiðmörkin undir nánast allri vatnsöflun svæðisins, hvort tveggja til heimila og kröftugs atvinnulífs, sem að talsverðu leyti var mögulegt vegna öflugrar vatnsveitu. Okkur hefur borið gæfa til að standa vörð um þá náttúrugjöf sem vatnið í Heiðmörkinni er í meira en öld. Í gegnum tíðina hefur það kallað á ýmsar ráðstafanir og ákvarðanir þar sem almannahagurinn af vatnsverndinni hefur vegið þyngra en aðrir hagsmunir. Áformum um ný hverfi hefur verið breytt því þau þóttu þrengja að, rammi hefur verið settur um frístundaiðkun, bílaumferð takmörkuð, sérstakt eftirlit haft með olíuflutningum og svo framvegis og svo framvegis. Síðasta endurskoðun vatnsverndarinnar var gerð í samstarfi allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2015. Þá voru núverandi vatnsverndarsvæði á öllu höfuðborgarsvæðinu skilgreind og settar reglur um hvað mætti fara fram innan þeirra. Svæðin skiptast í; Brunnsvæði, þar sem sjálf vatnstakan fer fram. Þau skulu vera afgirt og innan þeirra má engin starfsemi vera nema í þágu vatnsveitunnar. Grannsvæði, sem eru svæðin næst brunnsvæðunum og vatnið þar rennur til brunnsvæðanna. Fjarsvæði tekur við af grannsvæði og nær frá mörkum grannsvæðis allt til enda aðrennslissvæðis vatnsbólanna. Öryggissvæði eru síðan skilgreind vegna staðbundinna aðstæðna, til dæmis ef grunnvatn eða yfirborðsvatn af slíku svæði er talið geta borist inn á hin svæðin við tilteknar aðstæður. Í umræðum um vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu hefur vaknað spurningin hvers vegna vatnsverndarsvæðin í Heiðmörkinni nái „niður fyrir“ vatnsbólin sjálf. Ekki rennur vatnið upp í móti, eða hvað? Því er til að svara að rennsli grunnvatns er oft eftir einstökum sprungum þar sem stefna og dýpt sprungunnar ræður meiru en almenn hæð landsins í kring. Þá getur það líka gerst, einkum í leysingum á frosinni jörð, að yfirborðsvatn flæmist um stór svæði. Við þetta hækkaða vatnsborð getur vatn af svæðum undan straumi flætt um miklu stærra svæði en alla jafna og yfir land sem hærra stendur. Vatnstakan sjálf, dælingin úr bolholunum, hefur líka staðbundin áhrif. Dælingin lækkar vatnsborðið í grennd við holuna og getur með því dregið að vatn af svæði sem lægra stendur í landinu. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna og einstakra hluta þeirra byggir á áratugalöngum rannsóknum á straumi vatnsins á og í hraununum austan byggðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Grunnvatnslíkanið sem afmörkunin byggir á er endurskoðað árlega þannig að sífellt eykst þekking okkar á þessari líklega mikilvægustu náttúrugjöf sem höfuðborgarsvæðið býr að. Okkur hjá Veitum er treyst fyrir því að standa vörð um þessa auðlind þannig að hún standi afkomendum okkar jafnfersk til boða og hún hefur þjónað okkur og forfeðrum okkar og -mæðrum síðustu 114 árin. Við viljum standa undir því trausti og tryggja lífsgæði til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður Vatns- og fráveitu hjá Veitum.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun