Hvernig fæ ég manninn minn til að lesa þetta? Hulda Tölgyes og Þorsteinn V. Einarsson skrifa 5. desember 2023 10:00 Konur kannast vel við þriðju vaktina og eru farnar að hafa hátt um ósanngirnina sem felst í því að bera byrðina af henni einar. Karlar kannast hins vegar síður við þriðju vaktina, hæðast að henni, efast um tilvist hennar eða í besta falli gera lítið úr umfanginu. Það er lýsandi fyrir eðli vandans. Viðkvæmir karlar Í samhengi íhaldssamra rótgróinna karlmennskuhugmynda er frekar merkilegt, eða raunar sorglegt, hvað þarf lítið til að koma fullorðnum körlum algjörlega úr jafnvægi. Nóg virðist vera að benda á hið augljósa og vel rannsakaða mynstur að karlar axli ekki þá ábyrgð sem þeim ber og þeir komi sér kerfisbundið undan heimilis- og fjölskyldustörfum. Bera margir fyrir sig fyrirvinnuhlutverkið eða tína til hæfilega íþyngjandi og tilfallandi verkefni annarrar vaktarinnar sem þeir sinntu — einhvern tímann. Staðreyndin er sú að það er oft meiri vinna fyrir konu að vera í sambúð með karlmanni en ekki. Staðreynd sem er of óþægileg og fær bestu karla til að hrökklast í vörn, væla yfir ósanngirni árásargjörnu femínistanna og telja sig ekki njóta þeirrar virðingar sem þeim ber. Líklega þá virðingu að vera hlíft við þeim óþægindum að þurfa að horfast í augu við staðreyndir. Með því að veita athygli þeim óþægindum karla sem upplifa þessa umræðu sem persónulega árás á sig missum við sjónar á þeim sálrænu og líkamlegu afleiðingum sem konur verða fyrir vegna of mikils álags á vöktunum. Við missum sjónar á alvarleika vandans vegna viðkvæmni íhaldssamra karla. Undanbragðafimi Fimi karla við að koma sér undan ábyrgð er svo algeng og útbreidd að hún er orðin að sjálfstæðu vandamáli sem bætist á þriðju vakt kvenna. Vegna viðkvæmni karla og inngróinnar karllægni virðist fólk frekar til í að viðhalda misréttinu og kæfa konur í verkefnum þriðju vaktarinnar en að krefja karla um ábyrgð og að dvelja í eigin óþægindum. Óþægindum sem er engum nema þeim og karllægni samfélagsins um að kenna. Konur spyrja okkur oft hvernig þær geti fengið karlinn sinn til að lesa bókina okkar, mæta á námskeið eða hlusta á hlaðvarpsþátt. Þær hugsa leiðir til að hvetja þá, virkja og styðja á eins blíðlegan hátt og hugsast getur. Þær undirbúa sig fyrir samtalið og reyna að velja sem heppilegasta tímasetningu til að ræða þriðju vaktina. Þetta bætist ofan á öll önnur verkefni sem liggja á herðum kvenna á sama tíma og þær vilja ekki styggja karlana sína, ekki koma þeim úr jafnvægi. Aukavinna þriðju vaktarinnar Rannsóknir hafa dregið fram hvernig konur forgangsraða tilfinningum og þörfum annarra umfram sinna eigin. Þetta á við um þriðju vaktina líka þar sem konur þurfa ekki bara að gera hluti sem þær nenna ekki neitt með tilheyrandi persónulegum og samfélagslegum fórnarkostnaði. Konur reyna líka að finna leiðir til að koma körlunum sínum ekki úr tilfinningalegu jafnvægi við að benda þeim á hluti sem þær ættu yfir höfuð ekki einu sinni að þurfa að benda á. Konur hafa í þessu samhengi líst körlunum sínum, mökunum, sem aukabarni sem þurfi að sinna, taka til eftir, þrífa upp eftir og leiðbeina. Og auk þess gera þeir tilkall til þess að stunda kynlíf með þeim líka, jafnvel algjörlega óháð eigin löngunum. Við erum farin að dansa óþægilega á línu kynferðisofbeldis þegar kynlíf er stundað á forsendum annars aðilans. Þessi forgangsröðun kvenna og ögun eigin tilfinninga til að mæta kröfum annarra er kölluð aukavinna þriðju vaktarinnar. Hver er lausnin? Konur velta fyrir sér hvernig þær geti fengið karlana sína til að hlusta á sig og skilja álagið, byrðina og misréttið en karlar krefjast þess að fá lausnina. „Segðu mér bara hvað ég á að gera“, „skrifaðu bara lista“ og sjá fyrir sér nokkrar mínútur þar sem þeir kippa þessu í liðinn, eflaust undir yfirumsjón og með svörum frá konu sem er á vaktinni. Þetta er dæmigerð karllæg hugsun þótt það myndi vissulega gera gagn ef karlar myndu bara axla jafna ábyrgð á öllum störfum sem tilheyra heimilis- og fjölskyldulífi. En jafnvel þótt þeir reyndu er það ekki nóg. Hindranirnar er nefnilega líka að finna í kerfisbundnum aðstöðumun þar sem kynjaður vinnumarkaður, launamunur og rótgrónar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir hafa stýrandi áhrif. Lausnin felst til að byrja með í fúsleikanum, viljanum til ábyrgðar og þess að þola við í óþægindunum. Til dæmis að dvelja í óþægindunum sem þessi stutti pistill olli þér í stað þess að beina þeim að okkur eða makanum þínum (fyrir að senda þér hann) eða leitast við að rökræða hvernig þú ert nú ekki svo slæmur. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Höfundar eru stofnendur thridja.is og höfundar bókarinnar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Jónsdóttir Tölgyes Þorsteinn V. Einarsson Jafnréttismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Konur kannast vel við þriðju vaktina og eru farnar að hafa hátt um ósanngirnina sem felst í því að bera byrðina af henni einar. Karlar kannast hins vegar síður við þriðju vaktina, hæðast að henni, efast um tilvist hennar eða í besta falli gera lítið úr umfanginu. Það er lýsandi fyrir eðli vandans. Viðkvæmir karlar Í samhengi íhaldssamra rótgróinna karlmennskuhugmynda er frekar merkilegt, eða raunar sorglegt, hvað þarf lítið til að koma fullorðnum körlum algjörlega úr jafnvægi. Nóg virðist vera að benda á hið augljósa og vel rannsakaða mynstur að karlar axli ekki þá ábyrgð sem þeim ber og þeir komi sér kerfisbundið undan heimilis- og fjölskyldustörfum. Bera margir fyrir sig fyrirvinnuhlutverkið eða tína til hæfilega íþyngjandi og tilfallandi verkefni annarrar vaktarinnar sem þeir sinntu — einhvern tímann. Staðreyndin er sú að það er oft meiri vinna fyrir konu að vera í sambúð með karlmanni en ekki. Staðreynd sem er of óþægileg og fær bestu karla til að hrökklast í vörn, væla yfir ósanngirni árásargjörnu femínistanna og telja sig ekki njóta þeirrar virðingar sem þeim ber. Líklega þá virðingu að vera hlíft við þeim óþægindum að þurfa að horfast í augu við staðreyndir. Með því að veita athygli þeim óþægindum karla sem upplifa þessa umræðu sem persónulega árás á sig missum við sjónar á þeim sálrænu og líkamlegu afleiðingum sem konur verða fyrir vegna of mikils álags á vöktunum. Við missum sjónar á alvarleika vandans vegna viðkvæmni íhaldssamra karla. Undanbragðafimi Fimi karla við að koma sér undan ábyrgð er svo algeng og útbreidd að hún er orðin að sjálfstæðu vandamáli sem bætist á þriðju vakt kvenna. Vegna viðkvæmni karla og inngróinnar karllægni virðist fólk frekar til í að viðhalda misréttinu og kæfa konur í verkefnum þriðju vaktarinnar en að krefja karla um ábyrgð og að dvelja í eigin óþægindum. Óþægindum sem er engum nema þeim og karllægni samfélagsins um að kenna. Konur spyrja okkur oft hvernig þær geti fengið karlinn sinn til að lesa bókina okkar, mæta á námskeið eða hlusta á hlaðvarpsþátt. Þær hugsa leiðir til að hvetja þá, virkja og styðja á eins blíðlegan hátt og hugsast getur. Þær undirbúa sig fyrir samtalið og reyna að velja sem heppilegasta tímasetningu til að ræða þriðju vaktina. Þetta bætist ofan á öll önnur verkefni sem liggja á herðum kvenna á sama tíma og þær vilja ekki styggja karlana sína, ekki koma þeim úr jafnvægi. Aukavinna þriðju vaktarinnar Rannsóknir hafa dregið fram hvernig konur forgangsraða tilfinningum og þörfum annarra umfram sinna eigin. Þetta á við um þriðju vaktina líka þar sem konur þurfa ekki bara að gera hluti sem þær nenna ekki neitt með tilheyrandi persónulegum og samfélagslegum fórnarkostnaði. Konur reyna líka að finna leiðir til að koma körlunum sínum ekki úr tilfinningalegu jafnvægi við að benda þeim á hluti sem þær ættu yfir höfuð ekki einu sinni að þurfa að benda á. Konur hafa í þessu samhengi líst körlunum sínum, mökunum, sem aukabarni sem þurfi að sinna, taka til eftir, þrífa upp eftir og leiðbeina. Og auk þess gera þeir tilkall til þess að stunda kynlíf með þeim líka, jafnvel algjörlega óháð eigin löngunum. Við erum farin að dansa óþægilega á línu kynferðisofbeldis þegar kynlíf er stundað á forsendum annars aðilans. Þessi forgangsröðun kvenna og ögun eigin tilfinninga til að mæta kröfum annarra er kölluð aukavinna þriðju vaktarinnar. Hver er lausnin? Konur velta fyrir sér hvernig þær geti fengið karlana sína til að hlusta á sig og skilja álagið, byrðina og misréttið en karlar krefjast þess að fá lausnina. „Segðu mér bara hvað ég á að gera“, „skrifaðu bara lista“ og sjá fyrir sér nokkrar mínútur þar sem þeir kippa þessu í liðinn, eflaust undir yfirumsjón og með svörum frá konu sem er á vaktinni. Þetta er dæmigerð karllæg hugsun þótt það myndi vissulega gera gagn ef karlar myndu bara axla jafna ábyrgð á öllum störfum sem tilheyra heimilis- og fjölskyldulífi. En jafnvel þótt þeir reyndu er það ekki nóg. Hindranirnar er nefnilega líka að finna í kerfisbundnum aðstöðumun þar sem kynjaður vinnumarkaður, launamunur og rótgrónar karlmennsku- og kvenleikahugmyndir hafa stýrandi áhrif. Lausnin felst til að byrja með í fúsleikanum, viljanum til ábyrgðar og þess að þola við í óþægindunum. Til dæmis að dvelja í óþægindunum sem þessi stutti pistill olli þér í stað þess að beina þeim að okkur eða makanum þínum (fyrir að senda þér hann) eða leitast við að rökræða hvernig þú ert nú ekki svo slæmur. Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur. Höfundar eru stofnendur thridja.is og höfundar bókarinnar Þriðja vaktin – Jafnréttishandbók heimilisins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar