Alþjóðadagur fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 4. desember 2023 10:30 Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær var alþjóðadagur fatlaðs fólks. Í gær fögnuðum við tilnefndum einstaklingum og veittum Hvatningarverðlaun ÖBÍ til verkefnis sem stuðlar að einu samfélagi fyrir öll og endurspeglar nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þessi dagur er okkur öllum hvatning til að gera samfélag okkar betra, aðgengilegra og skilningsríkara, að skapa samfélag þar sem við öll njótum jöfnuðar og réttlætis. Alþjóðadagurinn var settur árið 1992 af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og miðar að því að viðurkenna og efla réttindi fatlaðs fólks á öllum sviðum samfélags og þróunar. Í gegnum árin hefur dagurinn þróast yfir í alþjóðlegan boðskap með áherslu á mikilvægi inngildingar, jafnréttis og aðgengis. Á hverju ári er sett fram ákveðið þema og er þema alþjóðadagsins árið 2023 Sameinuð í aðgerðum til að bjarga og ná fram heimsmarkmiðum - með og af fötluðu fólki. Þemað í ár gengur út á það að fá öll til þess að vinna saman í því að gera heiminn betri fyrir fatlað fólk. Eitt af meginmarkmiðum alþjóðadagsins er að koma í veg fyrir það sem hindrar fulla og jafna þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eins og óaðgengilegar byggingar og samgöngur, samfélagslegar hindranir eins og mismunun og fordóma, fjárhagslegar hindranir eins og fátækt. Að skapa samfélag án aðgreiningar felur í sér virka þátttöku allra. Samfélagið; atvinnulífið, ríki og sveitarfélög verða að leggja sitt af mörkum með inngildingu fatlaðs fólks og þannig sýna að margbreytileikinn felur í sér virði og tækifæri sem er samfélaginu öllu til heilla. Samfélagið þarf að tileinka sér lausnir sem fatlað fólk lifir í og skapar nýjar leiðir. Íslenskt samfélag er komið langt á veg með margt sem snýr að málefnum fatlaðs fólks. Staðan er samt sú að að margt fatlað fólk og öryrkjar er í afar slæmri stöðu, fær ekki að vinna eftir getu og áhuga án þess að verða fyrir skerðingum, fær ekki viðeigandi húsnæði, og hefur ekki efni á að mæta óvæntum útgjöldum. Það að veikjast, fatlast eða fæðast fatlaður er ekki skömm þess sem hana ber og er örorka hvorki valkvæð né eftirsóknarverð. Fatlað fólk og öryrkjar eiga að hafa sömu tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi til jafns við aðra. Við getum ekki sætt okkur við sem samfélag, aukna fátækt og stéttaskiptingu þar sem æ fleiri geta til dæmis ekki boðið börnum sínum þátttöku í íþrótta-, félags- eða tómstundastarfi. Við getum ekki kallað samfélagið okkar velferðar- og jafnréttissamfélag nema allir njóti mannsæmandi lífs og enginn sé skilinn eftir í fátækt. Tökum höndum saman og gerum samfélagið okkar að samfélagi þar sem öll fá rétt og tækifæri til að lifa til jafns við aðra, þar sem fatlað fólk nýtur verðskuldaðrar virðingar og sjálfsagðra réttinda, og þar sem samfélagið gerir raunverulega ráð fyrir öllum. Annað af markmiðum alþjóðadagsins er að gleðjast yfir og fagna þeim árangri sem hefur náðst í réttindabaráttu fatlaðs fólks og hafa hátt um það. Við gleðjumst með frábæru samferðafólki fyrir framlag þess til réttindabaráttunnar. Ég óska öllum þeim sem tilnefnd voru til Hvatningarverðlauna ÖBÍ réttindasamtaka árið 2023 innilega til hamingju, þið breytið samfélaginu og gerið það betra, öllum til heilla. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun