Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 20:15 Lilja og Katrín Tinna njóta sín vel á heimsmeistaramótinu. Samsett/Valur Páll Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Handbolti Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Fótbolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Sjá meira
Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Handbolti Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Fótbolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Sjá meira