Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 20:15 Lilja og Katrín Tinna njóta sín vel á heimsmeistaramótinu. Samsett/Valur Páll Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Íslenska liðið komst ágætlega frá leiknum við Frakkland í gær sem tapaðist með níu mörkum eftir að liðið hafði verið tíu mörkum undir í hálfleik. Lykilleikmenn fengu hvíld fyrir leikinn við Angóla og þá fengu ungir leikmenn tækifæri til að máta sig við bestu leikmenn heims. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið í ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt. Að fá að spila á móti þeim er ótrúlega gott og gaman að sjá hvernig með stendur á móti þessum stóru liðum,“ segir hin 19 ára gamla Lilja Ágústsdóttir, sem þótti gaman að sjá stuðninginn í stúkunni í gær. „Þetta var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn að koma. Maður fékk alveg gæsahúð eftir leik að sjá þetta. Þetta var rosalegt.“ Mikilvægt, skemmtilegt og lærdómsríkt Hin 21 árs gamla Katrín Tinna Jensdóttir spilaði einnig lungann úr leik gærdagsins. „Þetta var erfitt en skemmtilegur leikur. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá að spila á móti svona sterkum þjóðum og fá að máta okkur við þær.“ segir Katrín Tinna og bætir við: „Mér finnst þetta ótrúlega gaman og lærdómsríkt að fá að vera hérna. Fyrir mann sem svona ungan leikmann að fá að vera á svona stórmóti er bara gríðarlega mikilvægt og maður lærir ótrúlega mikið af þessu.“ Mæta brjálaðar til leiks Angóla er næsta verkefni klukkan 17:00 á morgun í lokaumferð riðilsins. Liðið sem vinnur þann leik fer áfram í milliriðil í Þrándheimi en tapliðið hafnar í neðsta sæti og fer í Forsetabikarinn í Danmörku. „Þetta er bara skemmtilegt og spennandi. Ég er tilbúin í þetta. Þegar riðillinn var dreginn hugsaði maður um Angóla en við vissum að það þýðir ekkert að vanmeta þær. Þær eru drulluseigar og góðar í handbolta. Þær spila skemmtilegan bolta sem við erum ekki vanar að sjá á Íslandi. Við þurfum að mæta brjálaðar í þennan leik og búast við öllu. Þá held ég að þetta geti orðið helvíti skemmtilegt.“ segir skyttan Thea Imani Sturludóttir, sem setur stefnuna á Þrándheim. „Já, klárlega við viljum það.“ Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira