Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 08:01 Ásmundur og Moustafa voru saman á fyrstu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppninni í Stafangri. Ásmundur reyndi að sannfæra þann egypska um að veita Norðurlöndunum HM 2029 eða 2031, þar á meðal nýrri höll á Íslandi. Vísir/Samsett Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira