Skoðun

Ljósið og myrkrið

Árni Már Jensson skrifar

Ísrael er óaðskiljanlegur holdgervingur í samfelldri sögu Ísraelíta sem eru ein þjóða jarðar sem býr í sama landi, ber sama heiti, talar sama tungumál og tilbiður sama Guð og þjóðin hefur gert umliðin 3-4þúsund ár.

Ísraelska þjóðin, sem einnig er kölluð gyðingar, rekja ættir sínar til Abrahams, sem grundvallaði þá trú að það sé einungis einn Guð og að sá Guð hafi skapað alheiminn, (Torah). Innblásin andagift og trú Ísraelíta, eins og svo margt annað í framvirkri hugsun þeirra, braut þannig blað í trúarsögu mannkyns. En Abraham og synir hans, Yitshak (Ísak), og sonarsonur, Jacob (Ísrael), eru sögulegir feður Ísraelíta. Forfeðurnir bjuggu allir í Canaan landi, því sem seinna varð þekkt undir nafni Ísrael. Forfeðurnir og eiginkonur þeirra voru öll lögð til hinstu hvílu í Ma’arat HaMacpela grafhýsi forfeðranna á Hebron (Genesis, kafli 23).

Ísrael dregur nafn sitt af Jacob sem glímdi við engil eða Guð sem í kjölfarið blessaði hann hinu nýja nafni Ísrael, (Genesis, 32:28). Þessi þolraun, átökin við engilinn eða Guð, umbreytti Jacobi úr persónuleika flærðar í karlmann af trúfestu og þolgæði. Teningnum var kastað. Tólf synir hans mynduðu síðan ættbálkana tólf sem þróuðust í hina gyðinglegu þjóð, Ísraelíta. Heitið gyðingur dregur nafn sitt af Yehuda (Judah) sem var einn af tólf sonum Jacobs; Reuben, Shimon, Levi, Yehuda, Dan, Naphtali, Gad, Ashjer, Yisachar, Zevulun, Yosef, Binyamin (Exodus 1:1) Nafnið Ísrael eða Ísraeli á því við fólk af af sama uppruna.

Afkomendur Abrahams mynduðu eina þjóð fyrir u.þ.b. 1.300 árum f.Kr., eða fyrir u.þ.b. 3.300 árum síðan. Þetta raungerðist í Exodus er Moses (Moshe), eftir vitrun og undir handleiðslu Guðs, leiddi þjóð sína úr ánauð frá Egyptalandi. Moses færði hinni nýju þjóð Boðorðin Tíu og Torah, (Exodus 20). Eftir 40 ára hrakningu gyðinga um Sinai eyðimörkina leiddi Moses þjóð sína til landsins Ísrael, sem í Biblíunni, er lýst sem fyrirheitna landi Guðs til afkomenda Abrahams, Isaacs og Jacobs, (Genesis 17:8).

Íbúar Ísraels deila þannig sama tungumáli og menningu sem skóp gyðinglega arfleifð þeirra og trú gegnum kynslóðirnar aftur til tíma Abrahams og hafa haft samfellda búsetu í landi Ísraels umliðin 3.300 ár.

Þjóðmyndun gyðinga/Ísraelita í því landi sem nú heitir Ísrael hófst formlega með sigurgöngu Joshua u.þ.b. 1.250 f.Kr. En tímabilið frá 1.000 til 587 f.Kr., er gjarnan auðkennt sem: Tímabil konunganna. Þekktastir þeirra voru, Davíð konungur, (1010-970 f.Kr.) sem gerði Jerúsalem að höfuðborg Ísrael, og sonur hans Solomon (Shlomo 970-931 f.Kr.), sá sami og lét reisa fyrsta musterið í Jerúsalem, þess sama og getið er í Tanach, (Gamla Testamenntinu).

Her Babyloníska Nebuchadnerzzar hertók Jerúsalem síðan og eyðilagði musteri gyðinga og sendi þá í útlegð til Babylon sem í dag er Írak.

Árið 587 f.Kr. markaði tímamót í sögu þessa heimshluta vegna yfirráða stórveldanna og herja þeirra. Þannig mátti það land sem nú er Ísrael, þola yfirráð Babýlóníuveldisins, Persneska, Grísk Helleníska, Rómarveldis og Býzanska Rómarveldis, íslamskra yfirráða, yfirráða Krossfaranna, Íslamska Ottoman kalífatsins og loks Breska heimsveldisins.

Eftir útlegð Rómverja á gyðingum, 70 e.Kr., hröktust Israelítar frá heimkynnum sínum til Evrópu, Norður Afríku og víðar. Þrátt fyrir þessar hrakningar, héldu þeir í trú sína, menningu og sögu, og auðguðu samfélög þau sem þeir hröktust til af hinu sama. Þannig mörkuðu gyðingar djúp spor í heim trúarbragða, akademískrar hugsunar, listsköpunar, fjármálaþjónustu, iðnvæðingar og vísindauppgötvanna.

Bænir gyðinga til Guðs, sama hvar þeir voru niður komnir í hrakningum frá heimalandi sínu, gengu ávalt út á hið sameiginlega markmið, að geta snúið heim til Ísrael. Að trúa og treysta fyrirheiti Guðs um að endur-stofna þeirra eigin sjálfstæða ríki, Ísrael. Á framanverðri tuttugustu öld, þegar Breska heimsveldið réði ríkjum í Ísrael, fluttust margir gyðinga aftur til heimkynnanna frá ýmsum öðrum arabalöndum og Evrópu. Þeir keyptu landskika hér og þar sem var í órækt og niðurníðslu. Lögðu áveitur, endurnýjuðu jarðveginn, og gerðu frjósaman til ræktunar á ný. Á þessu tímabili, eins og áður, máttu gyðingar þola margskonar ofsóknir og ánauð af hálfu íslamsk-arabískra borgara, eða með þrýstingi frá öðrum íslömskum ríkjum araba á svæðinu. Ofsóknir gegn gyðingum eða Ísraelítum keyrðu síðan um þverbak í seinni heimstyrjöldinni í Evrópu þegar nazismi Hitlers framkvæmdi skipulagða útrýmingaherför á gyðingum. Markmið Hitlers var kristalskýrt. Alheimsútrýming á gyðingum. Sem móralskan stuðning fyrir útrýmingu gyðinga eða Ísraelíta sótti Hitler m.a. í smiðju múslima sem veittu honum frjóan hugmyndafræðilegan áróðursgrunn til uppbyggingar andgyðinglegrar hugmyndafræði sem jafnframt er samþættur hugmyndafræði islam. Við tók tímabil hins illa sem færði Evrópu, því sem næst, aftur á myrkar miðaldir.

Eftir gjörsigur bandamanna á nazistum í seinni heimstyrjöldinni, samþykktu þjóðir heimsins ályktun um að Ísraelítar endurheimtu ættjörð sína til varanlegrar eignar og yfirráða til að stofna sjálfstætt ríki Ísrael. Sjálfstæðisyfirlýsing Ísraels var tilkynnt á sama degi og breskar hersveitir yfirgáfu landið þann 14. maí 1948. Með þessum gjörningi var 3-4þúsund ára loforð Guðs um endurheimt fyrirheitna landsins uppfyllt.

Á þessum tímamótum þótti þjóðum heimsins nóg um þúsundir ára ofsóknir gegn gyðingum sem enduðu með helför nazista í seinni heimstyrjöldinni. Þjóðarmorði sem raungerðist í drápum á 2/3 hluta allra gyðinga í Evrópu þess tíma. Já, þú last rétt, tveir af hverjum þremur gyðinga voru drepnir. 6milljónir af 9.5millj gyðinga í Evrópu voru skipulega pyntaðir til dauða. Börn, foreldrar, afar, ömmur, frænkur og frændur. Heilu fjölskyldurnar, ættirnar og samfélögin drepin. Fyrir seinni heimstyrjöldina, árið 1933, var talið að fjöldi gyðinga í öllum löndum heimsins samanlagt væri u.þ.b. 15millj. Helförin kvarnaði því 40% úr stofni gyðinga á heimsvísu. Já, þú ert að lesa rétt, 40%. Og það fyrir einungis 80árum síðan.

En Adam var ekki lengi í paradís. Þúsundir ára þrautagöngu Ísraelíta var ekki lokið við það að endurheimta ættjörðina Ísrael, 1948. Land sem var á stærð við frímerki í heimsálfu Íslamskra einræðisríkja. Daginn eftir sjálfstæðisyfirlýsingu Ísrael, réðust Íslömsku hatursþjóðirnar; Egyptaland, Sýrland, Transjordan, Líbanon, og Írak, sameiginlega með yfirburða herafla og fullum herþunga að Ísrael úr öllum áttum í einu til þess að reyna að klára það sem, sálufélaga þeirra, Hitler mistókst. Og við tók tímabil árása og styrjalda íslamskra einræðisríkja gegn eina lýðræðisríkinu í þessum heimshluta, Ísrael. Árása sem hafa staðið yfir, með einhverjum hléum, umliðin 75 ár. Árása sem Ísraelar hafa ekki átt frumkvæði af en varist í fullum rétti með gagnárásum og herkænsku og undantekningalaust sigrað. Gjörsigrað.

1948 War of independence.

1956 Sinai War.

1967 Six Day War.

1973 Yom Kippur War.

1982 Lebanon War.

1985 South Lebanon conflict.

1987 First Intifada.

2000 Second Intifada.

2006 Lebanon War.

2008 Gaza War.

2012 Israeli operation Gaza.

2014 Operation Protective Edge.

2021 Israeli Palestine Crisis.

2023 Al Aqsa invasion - Hamas terrorists on Israel.

2023 Israeli defence attack against Hamas on Gaza - War, Iron Swords.

Stríðin sem háð hafa verið síðan Ísrael lýsti yfir sjálfstæði eru varnarstríð. Stríð sem Ísraelar hafa nauðbeygðir verið dregnir inn í til að verjast sjálfstæði og mögulegri útrýmingu. Til þúsundir ára eiga Ísraelítar eða gyðingar sögu þolenda en ekki gerenda. Öðru nær gildir um 1.400 ára sögu íslam sem einkennist af árásum og blóðsúthellingum í anda samnefndrar hugmyndafræði. Þrátt fyrir hernaðarstyrk, fjölmenni og samtakamátt, íslömsku árásarþjóðanna umliðin 75ár hefur Ísrael ávalt varist og unnið. Eftir hvern varnarsigur, hafa Ísraelar svo hörfað frá herteknum svæðum sem á sér fá eða engin fordæmi meðal sigurþjóða í gjörvallri heimsögunni. Þetta hefur Ísrael gert til að undirstrika vilja sinn til að stuðla að friði og sátt við nágrannaþjóðirnar þrátt fyrir árasargirni þeirra.

Ekki eru hér taldar upp eldflaugaárasir í átt íbúðahverfa og sjálfsmorðárása í verslunarmiðstöðvum, skólum, veitingastöðum og almenningsvögnum í Ísrael. Árása sem nema hundruðuðum þúsunda eldflauga á umliðnum áratugum. Árása sem hafa kostað miklar mannfórnir saklauss almennings Ísraelsku þjóðarinnar, múslima sem þar búa, sem og annarra.

Andlegt framlag Ísraela til velferðar mannkyns grundvallast á innihaldi Testamenntana tveggja, Gamla og Nýja, sem saman mynda áhrifamestu ritningu allra tíma, Biblíuna. Ritningu sem breytti hugarfari mannkyns. Ekki vegna stílbrigða sagnaritaranna, heldur vegna eðlislægrar auðmýktar, heiðarlegra söguskráninga, og yfirburða skynjun og skilning andlegra fyrirbæra. Fyrirbæra, sem samþættast sögu gyðinga og hugsun gegnum trú þeirra og Guðlega frumsnertingu. Fyrirbæra, sem hafa opinberað samfélögum heimsins margvísleg lögmál réttlætis og samfélagslegra dyggða grundvallað á mannhelgi kristninnar. Þannig kristallast umbreyting í hugarfari og hegðun mannkyns gagnvart því sem æðra er í gegnum Ísraelska þjóð og ættjörð þeirra. Og já, áhrifamesta persóna veraldarsögunnar, Jesú Kristur, var og er, gyðingur.

Fátt er eðlilegra en að hinn mannlegi hugur eigi óhægt um vik að greina rót, dýpt og samhengi vandamála eins og þeirra sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Við slíkar aðstæður er hætta á rökþroti sem þrengir lausnarmiðaða sýn, og við taka skotgrafir andstæðra sjónarmiða, sem gjarnan draga fjarlægan ófriðinn inn í nærsamfélögin.

Hvað viðkemur þeirri varnarbaráttu sem Ísrael heyr nú gegn Hamas á Gaza, hafa allir djúpa samúð með palestínskum almenningi sem er bitbein aðstæðna. Og réttilega svo. Almenningi sem haldið er í gíslingu íslamskrar hryðjuverkaklíku sem fjarstýrð er, og fjármögnuð, af klerkastjórn Írans og ýmsum öðrum íslömskum einræðisríkjum Miðausturlanda, s.s. Qatar ofl. Ísraelski varnarherinn IDF, í sókninni gegn Hamas hefur gert, og gerir allt, sem í hans valdi stendur til að rýma Gaza svæðið almenningi, nokkuð sem stjórnvöld svæðisins, Hamas, vinna gegn. Og já, þetta er ekki auðveld aðgerð vegna þess að Hamas er stjórnvaldið á Gaza. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir mannfall saklausra borgara við slíkar aðstæður? Aðstæður þar sem stjórnvaldið sjálft, herská fasísk hryðjuverkasamtök, skeyta engu um líf og limi eigin borgara, og hefur það yfirlýsta markmið að útrýma Ísrael, nokkuð sem hryðjuverkasamtökin hafa ítrekað lýst yfir eftir hræðilega frumkvæðis-árás þeirra á saklausa borgara Ísraels 7. okt. s.l.

Djúprætur þeirra vandamála sem Ísrael á við að etja í varnarbaráttu sinni fyrir tilverurétti sínum, ættjörð, trú og menningu, eru þau sömu og hafa steðjað að öðrum þjóðum utan íslam umliðin 1.400 ár. Vandamál sem kristallast í hatursfullum drottnunarkenningum íslamskrar hugmyndafræði yfir öðrum þjóðum, trú þeirra, sögu og menningu. Og já, vagga kristninnar, Miðausturlönd, eru nú eingöngu íslömsk einræðisríki að Ísrael undanskildu sem er lýðræðisríki. Hverju skyldi það nú sæta?

Í þessu samhengi ætti fólk t.a.m. að spyrja sig eftirfarandi spurninga:

Hvar liggja alvarlegustu vandamál heimsins í dag?

Svar: Í Miðausturlöndum og Norður Afríku.

Hvaðan flýr fólk ómannúðlega stjórnskipan og samfélagsgerð í tugmilljónatali?

Svar: Frá Miðausturlöndum og Norður Afríku.

Við hvaða hugmyndafræði kenna þessir flóttamenn sig?

Svar: Við íslam.

Til hvaða heimshluta flýr þetta fólk sem kallar sig múslima?

Svar: Til vestrænna ríkja sem grundvalla hugmyndafræði sína á kristnum gildum.

Og já, sömu gildum og Guð færði okkur gegnum Ísraelíta og Jesú Krist.

Rætur vandamálsins fyrir botni Miðjarðarhafs liggja í sjöundar aldar kenningum íslam. Kenningum, sem umbera ekki neyslufrelsi, tjáningarfrelsi, trúfrelsi, lýðræði, jafnrétti kynjanna, né frjálsan rétt fólks til kynhneigðar. Kenninga sem kveða á um aftöku eigin fólks, múslima, fyrir það eitt að segja sig frá íslömskum kenningum. Kenningum, sem ekki eingöngu kristnum lýðræðisþjóðum um allan heim er skylt að vera á varðbergi gagnvart, heldur einnig, og sér í lagi, öllum þeim sem kenningarnar aðhyllast, og hafa mátt þyngstu byrðirnar þola, múslimunum sjálfum. Núverandi vandi Ísraels er því vá allra þjóða sem unna frjálsri hugsun, kærleika, mannréttindum og lýðræði.

Því eins og Guð, gegnum Ísraelíta, færði mannkyni hinn ljósbjarta boðskap Jesú Krists, lúrir hugmyndafræði myrkursins og bíður færis til hins andstæða.

Heimildir:

Mannkynssagan

Biblían

Kóran & Hadíðurnar

Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um betra líf, samfélag, kristna trú og menningu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×