Finnur Freyr: Ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri Kári Mímisson skrifar 30. nóvember 2023 22:05 Finnur Freyr var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Ég er mjög ánægður með karakterinn og að ná sigri hér í kvöld,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals strax að leik loknum þegar hann er inntur eftir viðbrögðum. Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“ Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Valur er að kom eftir erfitt tap gegn nýliðum Álftanes en liðið hefur átt í smá veseni í upphafi leiktíðar enda margir lykilleikmenn frá vegna meiðsla. Finnur skafar ekkert af því og segist hafa verið ósáttur með frammistöðu liðsins í þeim leik en sé þó sáttur með hvernig hans menn hafi svarað hér í dag. „Ég var ósáttur með okkar frammistöðu í þeim leik og ósáttur fókusinn hjá liðinu, vorum að láta hluti sem við getum ekki stýrt fara allt of mikið í okkur. Ég er ánægður hvernig við svöruðum því í dag. Margt sem við erum að gera flott og margt sem við getum enn bætt. Ég er ánægður að við séum hérna þunnskipaðir og náum fram sigri.“ Hjálmar Stefánsson og Kári Jónsson gátu ekki leikið með Val í kvöld líkt og í síðasta leik gegn Álftanesi. Finnur segir að það sé óljóst hvenær þeir komi til baka. Á sama tíma bendir hann á að liðið sé sömuleiðis án Benónýs Svans Sigurðssonar. Það má því ekki mikið út af bregða hjá Val eins og staðan er núna. „Má ekki gleyma Benóný líka, hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir okkur núna í haust. Svo er Daði náttúrulega farinn svo við erum fjórum færri en við ætluðum okkur að vera á þessum tímapunkti. Benóný fékk heilahristing á æfingu fyrir 10 dögum síðan og verður væntanlega ekkert meira með fyrr en eftir jól. Staðan á Kára og Hjálmari er enn bara mjög óljós. Það er enginn tímarammi á þeim í sjálfu sér og við þurfum bara að sjá hvernig næsta vika þróast.“ En hvernig sér Finnur framhaldið hjá liðinu með jafn laskaðan hóp og hann er núna? „Akkúrat núna er svarið bara að við erum að reyna að lifa þetta af en á sama tíma erum við að reyna að þróa einhvern einkenni í því sem við erum að reyna að gera. Mér fannst okkur takast það vel í dag. Þótt við séum þunnir þá eru gæði í þessum fáu sem við höfum mikil en við þurfum samt að breyta aðeins því sem við ætluðum að gera upphaflega.“
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 96-83 | Valsarar aftur á sigurbraut Eftir tap í síðustu umferð þá vann Valur góðan sigur á Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 30. nóvember 2023 21:10