Körfubolti

Lög­reglan skoðar sam­band NBA-stjörnu og stúlku undir lög­aldri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Josh Giddey hefur haldið áfram að spila með Oklahoma City Thunder þrátt fyrir allt fjaðrafokið.
Josh Giddey hefur haldið áfram að spila með Oklahoma City Thunder þrátt fyrir allt fjaðrafokið. AP/Abbie Parr

Lögreglan í Newport Beach í Kaliforníu fylki er nú farinn að rannsaka það hvort að NBA stjarnan Josh Giddey hjá Oklahoma City Thunder hafi brotið lög með sambandi við stúlku undir lögaldri.

Lögreglustjórinn Steve Oberon staðfesti þessa rannsókn við ESPN en ásakanir á hendur Giddey hafa verið áberandi á netmiðlum síðustu daga.

Málið komst á flug eftir að færsla á samfélagsmiðlum sýndi unga stúlku með Giddey, bæði á myndum og myndböndum en hún var aðeins fimmtán ára á þeim tíma. Þessum færslum hefur nú verið eytt en ekki áður en þær flæddu um netið.

Hinn 21 árs gamli Giddey hefur verið spurður út í málið en neitar að tjá sig. Þjálfari hans hjá Oklahoma City liðinu segir að þetta sér persónulegt mál leikmannsins og að hann muni ekki ræða það við fjölmiðla.

NBA-deildin segir að hún sé einnig með málið í rannsókn. Stóra spurningin er hvernig stúlkan og foreldrar hennar líta á þetta mál eða hvort þau komi Giddey til varnar.

Giddey hélt sæti sínu í byrjunarliði Oklahoma City Thunder liðsins þrátt fyrir allt fjaðrafokið en liðið hefur tapað fyrir Philadelphia 76ers og Minnesota Timberwolves í síðustu leikjum.

Giddey er flottur leikmaður en hann er með 12,0 stig, 5,8 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sautján leikjum sínum á þessu tímabili.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×