Handbolti

Sig­tryggur Daði frá­bær í sigri Eyja­manna

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sigtryggur Daði var frábær í liði ÍBV í kvöld.
Sigtryggur Daði var frábær í liði ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

ÍBV vann góðan sigur á HK þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Sigtryggur Daði Rúnarsson fór á kostum í liði Eyjamanna.

Fyrir leikinn í dag var ÍBV í 4. sæti deildarinnar með 13 stig en HK í 8. sæti með 7 stig. Eyjamenn byrjuðu betur og komust í 10-6 áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður.

HK náði þó að minnka muninn í eitt mark skömmu síðar og voru tveimur mörkum undir í hálfleik. Staðan þá 16-14 fyrir Eyjamenn.

Seinni hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt. Hann var jafn og spennandi lengst af en þegar um tíu mínútur voru eftir náðu Eyjamenn fjögurra marka forskoti sem þeir létu ekki af hendi.

Þeir unnu að lokum 32-28 sigur og jafna þar með Aftureldingu að stigum sem á leik til góða. Sigtryggur Daði Rúnarsson átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði tíu mörk úr tólf skotum. Þá varði Pavel Miskevich 17 skot í markinu og var með tæplega 40% markvörslu.

Kristján Ottó Hjálmsson var markahæstur í liði HK með 6 mörk og Sigurjón Guðmundsson varði tæplega 30% skotanna í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×