Ríkisstjórnin kastar 5 þúsund heimilum út úr vaxtabótakerfinu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 28. nóvember 2023 11:31 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur finnur alltaf leið til að demba aðhaldinu í ríkisfjármálum á lágtekju- og millitekjuheimili en hlífa þeim tekjuhærri. Í síðustu fjárlögum var þetta gert með því að hækka flöt krónutölugjöld um 7,7 prósent, hækkun sem kom harðast niður á þeim efnaminni og lak beint út í verðlag og verðtryggð lán heimila. Í fjárlögum næsta árs er m.a. farin sú leið að draga úr stuðningi við heimili sem glíma við íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ríkisstjórnin ætlar að skerða 5 þúsund heimili út úr vaxtabótakerfinu með því að láta eignamörk kerfisins rýrna að raunvirði. Þannig verður dregið úr stuðningi við skuldsett heimili um 700 milljónir króna milli ára. Að sama skapi er fólk á leigumarkaði skilið eftir: ekkert bólar á leigubremsu né lagabreytingum til að styrkja réttarstöðu leigjenda þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga. Húsnæðisbætur verða lægri árið 2024 heldur en gert var ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta gerist á sama tíma og vextir og verðbólga eru í hæstu hæðum og æ fleiri heimili eiga erfitt með að ná endum saman. Þegar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði innviðaráðherra og formann Framsóknarflokksins um þennan niðurskurð á húsnæðisstuðningi í fyrirspurnatíma á Alþingi svaraði hann m.a. á þá leið að vonandi gætu samtök launafólks samið um nógu miklar launahækkanir til að ekki yrði þörf á „bótum og bótahugsun frá ríkinu“. Þannig sló ráðherra á útrétta hönd verkalýðshreyfingarinnar sem hefur gert sig líklega til að stilla launakröfum í hóf gegn því að tilfærslukerfin verði styrkt og húsnæðisstuðningur efldur. Við afgreiðslu síðustu fjárlaga lögðum við í Samfylkingunni fram og fengum samþykkta breytingatillögu um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta. Þetta varð til þess að vaxtabætur hækkuðu hjá hátt í 7 þúsund heimilum, sérstaklega hjá ungu fólki með þunga greiðslubyrði, og að meðaltali um meira en 90 þúsund krónur. Vonandi næst samstaða á Alþingi um að stíga enn frekari skref í sömu átt við afgreiðslu fjárlaga næsta árs frekar en að íþyngja heimilunum með skertum húsnæðisstuðningi þegar síst skyldi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Ríkisstjórnin fékk það sem hún bað um: meiri verðbólgu og hærri vexti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kyndir undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum. Þetta er ein af orsökum vaxtahækkunarinnar sem kynnt var í gær. 9. febrúar 2023 07:31
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun