Körfubolti

„Scott Foster er ó­vinur númer eitt“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul og Scott Foster ræða málin í leik Golden State Warriors og Phoenix Suns.
Chris Paul og Scott Foster ræða málin í leik Golden State Warriors og Phoenix Suns. Getty/Christian Petersen

Sápuóperan um samskipti NBA-stjörnunnar Chris Paul og NBA-dómarans Scott Foster er meðal þess sem er til umræðu í Lögmáli leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en í þessum vikulega þætti ef farið yfir gang mála í NBA deildinni í körfubolta.

Scott Foster rak Chris Paul út úr húsi í leik Golden State Warriors á dögunum og eftir leik talaði Chris Paul um það að áralöng ósætti þeirra á milli mætti rekja til þess sem dómarinn sagði um son Chris Paul.

„Ef þessi fundur, sem Chris Paul talar um, hefur átt sér stað þá er þetta frá Clippers árunum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson í þættinum.

„Hann fer úr Clippers árið 2016. Við erum því að tala um sjö, átta, níu, tíu ár síðan mögulega sem þessi fundur hefur átt sér stað. Hann á að hafa sagt eitthvað um son hans,“ sagði Hörður Unnsteinsson.

„Scott Foster er óvinur númer eitt þegar kemur að dómurunum. Er það ekki,“ spurði Kjartan og strákarnir tóku undir það.

„Hann er óvinsælasti dómarinn. Þegar Boston stuðningsmenn sjá hann er að dæma þá segja þeir: Við töpum þessum leik,“ sagði Kjartan.

Lögmál leiksins verður á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins: Chris Paul og Scott Foster
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×