Biðstaða á leikskólum -Fjölskylduland bjargar geðheilsunni Margrét Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 16:01 Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Leikskólar Réttindi barna Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 2,5 árs hefur enn ekki fengið að mæta á leikskólann sem hann komst inn á núna í haust, vegna manneklu. Það þarf að ráða inn 6 starfsmenn áður en hann má mæta, sem þýðir að það gæti mögulega gerst eftir áramót eða næsta haust. Þessi óvissa er mjög óþægileg. Leikskólinn er staðsettur fyrir framan húsið okkar og hann horfir oft á krakkana og segir „þarna gaman..krakkar róla“. Ég hef oft farið með hann út á róló, en þar er hann oft einn að róla og engin börn sjáanleg. Það vill svo heppilega til að ég er í fæðingarorlofi núna, dóttir mín er orðin 7 mánaða gömul, en þau sofa á mismunandi tímum. Ferðirnar út á róló hafa verið mislukkulegar því stelpan er stundum mjög þreytt og ekki tilbúin að sofa í vagninum. Sonur minn nær ekki að fá þá örvun sem hann þarf hérna heima og nær ekki að þroskast félagslega. Hann reynir sitt besta með því að hoppa í sófanum og hlaupa um allt ásamt ýmsum uppátækjum. Þetta er ansi snúin staða að barnið fái ekki að upplifa það að vera í kringum börn á hans aldri. Margt í boði. Eftir að hafa leitað lengi að stað sem væri skemmtilegur fyrir hann, þar sem hann getur þroskast í leik með börnum á hans aldri og aukið í leiðinni orðaforðann, þá fann ég loksins stað sem heitir Fjölskylduland sem er innileikvöllur. Þessi staður hefur gjörsamlega bjargað dögunum okkar og við náð að leika okkur saman og notið stundarinnar ásamt því að allir ná að sofa á réttum tíma. Tala nú ekki um þegar það er rok úti á morgnana og ískalt. Reykjavíkurborg virðist ekki ná að gera neitt fyrir foreldra í minni stöðu, engar heimgreiðslur né lausnir. Hann er of gamall til að vera hjá dagmömmu eða á ungbarnamorgnum í samfélagshúsum upp á félagsþroskann að gera. Dóttir Margrétar er aðeins sjö mánaða. Á þessum stað hleypur hann um skælbrosandi og hlæjandi með öðrum börnum á milli mismunandi skemmtilegra leiksvæða sem innihalda stóra rennibraut, sandkassa, skemmtilegt tréhús á 2 hæðum, rólur og allskonar skemmtilegt dót sem er fullkomið fyrir hans aldur. Það er virkilega gaman að fylgjast með honum þarna og geta einnig leikið við dóttur mína og spjallað við aðra foreldra. Það er líka gaman að sjá hvernig heilu fjölskyldurnar mæta saman og borða jafnvel kvöldmatinn þarna og fara svo beint heim með börnin í háttinn. Ömmur og afar hafa einnig verið að mæta með barnabörnin sín, þau geta sest í notalega sófa og fengið sér kaffi og með því á meðan. Mig langar að enda þessa litlu grein á því að þakka innilega fyrir þennan stað sem virðist eingöngu vera rekinn með hjartanu. Höfundur er móðir sem bíður eftir leikskólaplássi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun