„Mystísk en um leið svo mannleg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 17:00 Inga Björk var að senda frá sér plötu og tónlistarmyndband ásamt Alexander Bornstein. Trausti Dagsson „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“ Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“
Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira