Seðlabankinn þarf nú að lækka stýrivexti Stefán Ólafsson skrifar 18. nóvember 2023 13:30 Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Grindavík Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan er sú að háir stýrivextir hafa verið að auka verðbólguna undanfarið. Það er vegna þess að skuldabyrði fyrirtækja hefur þyngst með þessum óvenju miklu hækkunum stýrivaxta sem gengið hafa yfir á síðastliðnu ári. Það hefur ýtt undir verðhækkanir. Seðlabankinn hefur verið að vinna með ranga kenningu um orsakir verðbólgunnar hér á síðustu misserum, enda er árangurinn af aðgerðum hans alltof lítill. Ég útlistaði þetta í nýlegri grein í tímaritinu Vísbendingu (sjá "Hin leiðin gegn verðbólgunni"). Nú er ljóst að eldhræringarnar við Grindavík hægja hugsanlega á hagvexti og stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir. Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á. Versnandi afkoma tekjulægri heimila vegna verulega aukins húsnæðiskostnaðar hefur magnað upp þrýsting launafólks á miklar hækkanir launa í komandi kjarasamningum. Háir stýrivextir og of veikburða húsnæðisstuðningur (vaxta- og leigubætur) eiga mikinn þátt í því. Því þarf nú að söðla um í peningastefnunni. Lækkun stýrivaxta myndi m.a. hafa eftirfarandi áhrif sem öll væru til góðs í stöðunni: Létt yrði á verðbólguþrýstingi með lækkun á skuldabyrði fyrirtækja. Byggingariðnaðurinn fengi merki um að betri tíð gæti verið í vændum sem myndi hafa jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar íbúða. Jákvæð skilaboð yrðu þar með send til verkalýðshreyfingarinnar um að lækkun á vöxtum íbúðarlána sé handan við hornið, en það gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára. Seðlabankinn er nú í dauðafæri til að sýna vitræn viðbrögð við breyttum aðstæðum og að leggja gott til farsælli framvindu á næstu misserum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun