Yfirgefum bergmálshellana og tölum saman Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. nóvember 2023 07:01 „É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
„É g segi alltaf færri og færri orð / enda hafði ég lengi á þeim illan bifur,“ segir skáldið Sigfús Daðason í þekktu kvæði. Þar vísar hann til þess hvílíkt ólíkindatól tungumálið er og brýnir fyrir okkur að fara varlega með orð. Þessi ljóðlína kemur gjarna upp í hugann þegar fylgst er með hatrömmum og oft heiftúðugum deilum um alvarleg mál; við höfum séð þetta glöggt á samfélagsmiðlunum undanfarnar vikur í umræðum um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stóryrðin eru ekki spöruð og við gröfum okkur æ dýpra inn í bergmálshellana. Og eins og vitur kona benti á í blaðagrein fyrir skömmu hlýtur slíkt að enda með því að við breytumst sjálf í gangandi bergmálshella. Frjáls og opin umræða er hornsteinn lýðræðisins, en hún sætir nú sífellt harðnandi atlögum, ekki aðeins frá einræðisöflum, frá stórfyrirtækjum sem leitast við að draga okkur inn í bergmálshellana og hefta um leið opin skoðanaskipti, heldur einnig og ekki síður af hálfu lýðræðislega kjörinna stjórnvalda. Gagnvart málefninu sem að ofan getur sést þetta glöggt í löndunum í kringum okkur. Ekki hérlendis, í það minnsta ekki enn - síðustu tilraun stjórnvalda til að efla og festa ritskoðun í sessi var hrundið í vor. En ástæðulaust er að ætla annað en að sú tilraun verði brátt endurtekin. Nú á sunnudaginn stendur Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, fyrir málfundi um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Frummælendur verða Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundinum stýrir Bogi Ágústsson fréttamaður. Fundurinn fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 14, þann 12. nóvember. Til þessa fundar er efnt til að hittast, heyra ólík viðhorf, leitast við að skilja betur forsendur þeirra, og skiptast á skoðunum, augliti til auglitis, en ekki í gerviveröld tækninnar. Samfélagslegt gildi tjáningarfrelsisins grundvallast á því að opin skoðanaskipti eru eina leiðin sem við höfum til að skilja hvert annað, eina leið okkar út úr bergmálshellunum, eina leiðin sem við höfum til að fikra okkur nær sannleikanum. Því enginn er fyrirfram handhafi hans. "Never say, I know" sagði stjórnunarfrömuðurinn Eliyahu M. Goldratt á sínum tíma; við eigum aldrei að nálgast mál sem handhafar hins eina og endanlega sannleika, heldur ávallt af opnum huga og vilja til að hlusta á og skilja aðra. Það er grundvöllur friðsamlegrar sambúðar okkar, hvar sem við erum og hver sem við erum. Það er í þeim anda sem boðað er til þessa fundar. Höfundur er f ormaður Málfrelsis - samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun