Talinn hafa logið fíkniefnaframleiðslu í Borgarnesi upp á sjálfan sig Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 16:52 Tveir af þremur sakborningum amfetamínsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vitni í málinu á að hafa afvegaleitt það fyrir dómi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem bar vitni í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019, sem varðaði meðal annars framleiðslu á amfetamíni, og tók á sig alla sök, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Honum er gefið að sök að hafa farið með rangan framburð fyrir rétti með því að halda því ranglega fram að hann hafi sjálfur í félagi við annan óþekktan aðila staðið að framleiðslu á tæplega níu kílóum af amfetamíni í Sumarhúsi í Borgarnesi. Héraðssaksóknari telur brotin varða 142. grein almennra hegningarlaga, sem varða það að ljúga fyrir rétti. Samkvæmt lagagreininni skal sá sem gerist brotlegur við hana sæta allt að fjögurra ára fangelsi. Málið varðar fíkniefnaframleiðslu í Borgarfirði árið 2019. Það hefur þó verið dæmt í því máli.Vísir/Vilhelm Neituðu og fengu þunga dóma Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðsluna. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Í fréttaflutningi Vísis um málið kemur fram að framburður mannsins hafi tekið nokkrum breytingum fyrir dómi. Gat ekki lýst framleiðslunni Einnig kemur fram í dómnum að hann hafi ekki getað lýst framleiðsluferli amfetamíns nákvæmlega. Hann gat til að mynda ekki minnst á gögn sem voru á vettvangi og eru mikilvæg í framleiðslunni af fyrra bragði. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að framburður mannsins hafi verið ótrúverðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Borgarbyggð Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19 Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Honum er gefið að sök að hafa farið með rangan framburð fyrir rétti með því að halda því ranglega fram að hann hafi sjálfur í félagi við annan óþekktan aðila staðið að framleiðslu á tæplega níu kílóum af amfetamíni í Sumarhúsi í Borgarnesi. Héraðssaksóknari telur brotin varða 142. grein almennra hegningarlaga, sem varða það að ljúga fyrir rétti. Samkvæmt lagagreininni skal sá sem gerist brotlegur við hana sæta allt að fjögurra ára fangelsi. Málið varðar fíkniefnaframleiðslu í Borgarfirði árið 2019. Það hefur þó verið dæmt í því máli.Vísir/Vilhelm Neituðu og fengu þunga dóma Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðsluna. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Í fréttaflutningi Vísis um málið kemur fram að framburður mannsins hafi tekið nokkrum breytingum fyrir dómi. Gat ekki lýst framleiðslunni Einnig kemur fram í dómnum að hann hafi ekki getað lýst framleiðsluferli amfetamíns nákvæmlega. Hann gat til að mynda ekki minnst á gögn sem voru á vettvangi og eru mikilvæg í framleiðslunni af fyrra bragði. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að framburður mannsins hafi verið ótrúverðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Borgarbyggð Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19 Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38