Framhaldsskólar – breytt áform Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2023 08:00 Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Vinstri græn Framhaldsskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið. Við það má svo bæta ólíkum áhuga nemenda sem sækja nám eftir því hvar áhuginn liggur og þar skiptir máli hvers konar skóla er um að ræða. Þetta eru þeir þættir sem ekki verða sameinaðir svo auðveldlega og útkoman hefði þess vegna orðið nýir skólar með nýjar áherslur, til góðs eða ills. Í kjölfar þess að áformin voru kunngjörð bárust heilmikil mótmæli frá nemendum, starfsfólki og velunnurum skólanna enda virtust áformin koma flestum á óvart. Ánægjulegt var að í sérstakri umræðu, sem ég átti við ráðherrann í gær, þá sagðist ráðherrann hafa fallið frá þessum áætlunum í kjölfar gagnrýni innan þings og utan og er það vel. Rökstuðningur við þessi áform var í besta falli óljós og hverfðist um líðan nemenda í skólum og eflingu náms, sér í lagi verknáms. Þau sjónarmið virtust þó helst ráða för að sameiningar snerust fyrst og fremst um fjármagn og það er miður. Vissulega er meira fjármagns þörf til framhaldsskólanna en sameiningar eru ekki lausnin á þeim vanda. Ég fagna aukinni umræðu um framhaldsskólastigið á Alþingi og hefði viljað að hún beindist í auknu mæli að þeim áskorunum sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir. Fjölgun nemenda, brottfall og hlutfallslega fáir nemendur sem sækja verknám í samanburði við nágrannaríkin eru allt áhyggjuefni að ógleymdri þeirri miklu áskorun sem fylgir fjölbreytileikanum og fjölgun nemenda í skólakerfinu öllu sem hafa annað tungumál en íslensku að móðurmáli. Það er því sannarlega rétt að skoða þurfi stöðu framhaldsskólanna en það þarf að gera í stærra samhengi en með áformum um sameiningar einstaka skóla og vonandi gefst nú ráðrúm til slíks. Ég trúi því að við viljum allflest standa vörð um fjölbreytt nám í framhaldsskólum. Sérstaða skóla og frelsi nemenda til að velja nám út frá eigin áhugasviði og markmiðum skiptir gríðarlega miklu máli og er í raun lykilþáttur í framþróun menntakerfisins. Sömuleiðis er mikilvægt að stefna stjórnvalda sé skýr og að öll séu með í ráðum strax í upphafi. Ég trúi því að það sé talsverður léttir hjá framhaldsskólafólki að þetta sé niðurstaðan og sú vinna sem framundan er í ráðuneytinu verði í góðri samvinnu við öll sem að skólastarfinu koma. Takk þið öll sem sýnduð í verki að skólar eru hjörtu samfélaga og skipta okkur öll máli. Höfundur er þingmaður VG og formaður velferðarnefndar.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar