Wembanyama stórkostlegur í sigri á Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 06:25 Victor Wembanyama fer hér framhjá Kevin Durant í leiknum í nótt. AP/Rick Scuteri Nýliðinn Victor Wembanyama átti sinn fyrsta risaleik í nótt þegar San Antonio Spurs vann 132-121 sigur á Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta. Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115 NBA Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sjá meira
Wembanyama skoraði 38 stig í leiknum og var líka mjög öflugur í lokin þegar það virtist sem að Spurs liðið væri að henda frá sér sigrinum. Wembanyama skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútum leiksins en allt Suns liðið skoraði bara fimm stig á sama tíma. EVERY HIGHLIGHT from Victor Wembanyama's dominant night in the Spurs' W 38 PTS (career-high)10 REB2 BLK pic.twitter.com/E7FXwDlX9A— NBA (@NBA) November 3, 2023 „Hann er fjölhæfur leikmaður og hann mun líka gefa boltann á opna manninn. Hann hefur trú á sjálfum sér. Hann gerði nokkrum sinnum ótrúlega hluti í þessum leik. Þessi blanda er skrambi góð,“ sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Wembanyama nýtti 15 af 26 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 10 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 varin skot. Liðið vann með 21 stigi þegar hann var inn á gólfinu. Leikurinn varð óvænt spennandi í lokin eftir endurkomu Suns. Phoenix menn höfðu þá unnið upp 27 stiga forskot Spurs og náð að jafna leikinn þegar 4:21 voru eftir af klukkunni. San Antonio svaraði með því að skora næstu tólf stig og þar af komu tíu þeirra frá Wembanyama. Mikið hefur verið látið með Wembanyama enda þykir hann einn mest spennandi nýliði síðan að LeBron James kom inn í deildina á sínum tíma. Þetta var aðeins hans fimmti leikur í deildinni og hann var með 16,3 stig að meðaltali í hinum fjórum. "He's a multifaceted player."Pop on Wemby after his career-high 38 PTS pic.twitter.com/Gz1xOEzqUO— NBA (@NBA) November 3, 2023 San Antonio Spurs var þarna að vinna sinn annan leik á móti Phoenix Suns á stuttum tíma en liðið hafði unnið mjög dramatískan sigur, 115-114, á þriðjudaginn. Wembanyama var með 18 stig, 8 fráköst og 4 varin skot í þeim leik. Devin Booker kom aftur inn í lið Suns og var næstum því með þrennu en hann skoraði 31 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Kevin Durant var síðan með 28 stig. Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
Úrslitin í NBA í nótt: Phoenix Suns - San Antonio Spurs 121-132 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 114-99 New Orleans Pelicans - Detroit Pistons 125-116 Utah Jazz - Orlando Magic 113-115
NBA Mest lesið Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Feðgarnir slógust eftir leik Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Körfubolti Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslenski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Í beinni: Pólland - Ísland | Mæta heimaliðinu í magnaðri stemningu Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sjá meira