Þungur róður Gunnar Þór Bjarnason og Henry Alexander Henrysson skrifa 1. nóvember 2023 09:32 Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Vísindi Kjaramál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu voru starfsstyrkir Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, kynntir við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni (sjá frétt á heimasíðu Hagþenkis, https://hagthenkir.is/). Þetta var ákaflega ánægjuleg stund fyrir alla sem hlut áttu að máli en 31 verkefni hlaut styrk. Alls var úthlutað 20 milljónum króna en flestir styrkirnir eru á bilinu sex til átta hundruð þúsund krónur. Viðfangsefnin eru afar fjölbreytt og bera vott um metnað og hugkvæmni styrkþeganna. Afrakstursins af elju styrkþeganna munum við njóta á næstu misserum og árum þegar allt þetta góða fólk tekur til við að birta verk sín. Eða svo skulum við vona. En því miður eru teikn á lofti í útgáfu fræðilegs efnis á íslensku sem unnið er af íslenskum fræðimönnum, róðurinn við ritstörfin þyngist með hverju ári. Útgáfa íslensks kennsluefnis á öllum skólastigum hefur einnig staðið illa um langt skeið. Fræðimenn eru fjölbreyttur hópur fólks. Margir starfa innan háskólanna og njóta þar styrks og skjóls til að miðla fræðum sínum. En margt af því mikilvægasta og fróðlegasta sem gefið er út hérlendis er unnið af sjálfstætt starfandi fræðimönnum sem þrátt fyrir ótrygga afkomu og margs konar hindranir leggja hart að sér við rannsóknir og bókarskrif, oft árum saman. Þótt árlega komi út fjöldi afbragðsgóðra fræðirita má rekja það til eldmóðs og áhuga höfunda miklu fremur en þess umhverfis sem þeim er búið á Íslandi. Ófáar af þeim fræðibókum sem á liðnum árum hafa notið mestrar hylli meðal almennings eru eftir höfunda sem starfa sjálfstætt. Þessar sömu bækur eru einnig fyrirferðarmiklar á listum yfir rit sem hafa verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, þar á meðal Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt hefur verið árlega allt frá árinu 1987. Og nokkrar bækur eftir sjálfstætt starfandi höfunda hafa á undanförnum árum hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Enginn framfleytir sér lengi á styrk sem nemur nokkur hundruð þúsund krónum. En langmikilvægasti sjóðurinn sem styrkir fólk sem starfar sjálfstætt er Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna. „Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi,“ eins og segir á heimasíðu RANNÍS sem hefur umsjón með sjóðnum. Meinið er að Starfslaunasjóðurinn ræður yfir afar takmörkuðum fjármunum og hefur á síðustu árum setið eftir í samanburði við aðra sjóði sem hafa verið efldir verulega, til dæmis Launasjóður íslenskra listamanna. Í úthlutun Starfslaunasjóðsins fyrr á þessu ári var einungis unnt að styrkja lítinn hluta umsókna. Mörg styrkhæf verkefni lágu því óbætt hjá garði. Úr þessu er brýnt að bæta og setja sjóðinn á fjárlög eins og listamannalaun. Minna má á að í skýrslu starfshóps um bókmenningarstefnu sem þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra skipaði á árinu 2017 var lögð áhersla á nauðsyn þess að styrkja sjóðinn og „fjölga úthlutuðum launamánuðum verulega“. En það var ekki gert. Óþarft er að fjölyrða um mikilvægi þess að veglega sé staðið að útgáfu fræðiefnis á Íslandi, hvort heldur er fyrir tungumálið eða samfélagið í heild sinni. Ef við hættum að hugsa og skrifa á íslensku um samfélag okkar, sögu, jarðfræði og lífríki (svo eitthvað sé nefnt) er hætt við að tungumálið verði smásaman ónothæft til að hugsa um veruleika okkar og umhverfi. Sé íslenskum stjórnvöldum annt um að efna þau loforð sem gefin eru á hátíðarstundum um mikilvægi tungu, samfélags og náttúru þarf að taka til hendinni í því umhverfi sem fræðibókaútgáfu er búið. Með því að stórefla Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna væri stigið nauðsynlegt skref í þá átt. Gunnar Þór Bjarnason, formaður HagþenkisHenry Alexander Henrysson, stjórnarmaður í Hagþenki
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar