Sigursteinn Arndal: Hann var stórkostlegur sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 27. október 2023 20:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego FH vann átta marka sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum, ÍBV, í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 35-27. Með sigrinum styrkti FH stöðu sína í öðru sæti Olís-deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira