Nýtt hlið að höfuðborgarsvæðinu Davíð Þorláksson skrifar 27. október 2023 11:31 Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Brúin tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog. Gert er ráð fyrir að 6-9.000 manns muni eiga leið um hana með almenningssamgöngum daglega, þegar Borgarlínan verður komin í fulla notkun, auk fjölda gangandi og hjólandi. Brúin verður í miklu návígi við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins í Nauthólsvík og Öskjuhlíð auk nýrrar byggðar og útvistarsvæða meðfram strandlengju Kópavogs. Hún verður að auki sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum vikum degi eða rúmlega 60.000 manns. Hún mun væntanlega standa þarna vel fram á 22. öldina a.m.k., þótt erfitt sé að segja hve margt fólk muni þá eiga leið á eða framhjá henni og á hvaða fararmáta. Metnaður í hönnun Í ljósi alls þessa var ákveðið að fara í hönnunarsamkeppni í byrjun árs 2021, líklega þá einu sem verður farið í vegna Samgöngusáttmálans. Niðurstaðan kom í lok árs 2021, en það voru EFLA og BEAM Architects sem voru með sigurtillöguna. Síðan þá hefur undirbúningur og hönnun verið í fullum gangi og er nú á lokastigum. Kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits er áætlaður um 6,1 milljarður og 1,4 milljarðar vegna landfyllinga. Kostnaðaráætlanir hafa hækkað talsvert frá upphafsáætlunum. Þar munar mestu um miklar hækkanir á verði á stáli og steypu, auk þess sem stækkað hefur þurft fyllingarnar við brúnna. Um 1,4 milljarðar króna sparast með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls, eins áður hafði verið gert ráð fyrir. Það mun þó augljóslega auka viðhaldskostnað, sem er áætlaður 400 milljónir á þessari öld. Ekki dýr í samanburði Þetta er því ekki ódýrt mannvirki og í því ljósi er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að fara hagkvæmari leiðir. Vegagerðin, sem annast undirbúning framkvæmdarinnar í samstarfi við okkur hjá Betri samgöngum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ, hefur borið kostnaðinn saman við nokkrar aðrar brýr sem hafa verið í undirbúningi. Er þar um að ræða brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, sem var vígð í fyrradag, Kvíá og Hverfisfljót. Niðurstaðan er að það munar ekki miklu í verði þótt að um mjög ólíkar brýr sé að ræða. Það þarf ekki alltaf að vera mikið dýrara að gera hluti fallega. Þess má líka geta að ef ákveðið væri að fara aðrar leiðir værum við aftur komin á byrjunarreit og allt að þriggja ára vinna þyrfti að eiga sér stað aftur með tilheyrandi töfum á framkvæmdum. Hugsum stórt Mér varð hugsað til þess þegar ég átti erindi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands nýlega hve magnað það er að fátæk þjóð hafi á fyrri hluta 20. aldar verið svo stórhuga að byggja þá glæsilegu byggingu. Og ekki bara hana, heldur líka Eimskipafélagshúsið, Hallgrímskirkju, Hótel Borg, Kristskirkju, Landsímahúsið, Aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Reykjavíkurapótek, Þjóðleikhúsið, Sundhöllina og Verkamannabústaðina. Er ég þá bara að nefna nokkrar af þeim byggingum, eftir Guðjón Samúelsson, sem voru byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað? Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Reykjavík Kópavogur Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Nú styttist í að hægt verði að bjóða út fyrstu framkvæmdir vegna nýrrar Fossvogsbrúar, Öldu. Brúin verður krúnudjásnið í þeim framkvæmdum sem felast í Samgöngusáttmálanum. Í honum eru ellefu stofnvegaframkvæmdir, sex lotur Borgarlínunnar, fjöldi hjóla- og göngustíga, auk fjárfestinga í umferðarljósabúnaði og minni framkvæmdum sem bæta munu öryggi og umferðarflæði. Brúin tengir tvö stærstu sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins og landsins alls, Reykjavík og Kópavog. Gert er ráð fyrir að 6-9.000 manns muni eiga leið um hana með almenningssamgöngum daglega, þegar Borgarlínan verður komin í fulla notkun, auk fjölda gangandi og hjólandi. Brúin verður í miklu návígi við eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins í Nauthólsvík og Öskjuhlíð auk nýrrar byggðar og útvistarsvæða meðfram strandlengju Kópavogs. Hún verður að auki sýnileg öllum þeim sem aka milli Reykjavíkur og Kópavogs um Kringlumýrarbraut. Í dag eru það rúmlega 50.000 bílferðir á hverjum vikum degi eða rúmlega 60.000 manns. Hún mun væntanlega standa þarna vel fram á 22. öldina a.m.k., þótt erfitt sé að segja hve margt fólk muni þá eiga leið á eða framhjá henni og á hvaða fararmáta. Metnaður í hönnun Í ljósi alls þessa var ákveðið að fara í hönnunarsamkeppni í byrjun árs 2021, líklega þá einu sem verður farið í vegna Samgöngusáttmálans. Niðurstaðan kom í lok árs 2021, en það voru EFLA og BEAM Architects sem voru með sigurtillöguna. Síðan þá hefur undirbúningur og hönnun verið í fullum gangi og er nú á lokastigum. Kostnaður vegna hönnunar, framkvæmda, umsjónar og eftirlits er áætlaður um 6,1 milljarður og 1,4 milljarðar vegna landfyllinga. Kostnaðaráætlanir hafa hækkað talsvert frá upphafsáætlunum. Þar munar mestu um miklar hækkanir á verði á stáli og steypu, auk þess sem stækkað hefur þurft fyllingarnar við brúnna. Um 1,4 milljarðar króna sparast með því að nota hefðbundið stál í stað ryðfrís stáls, eins áður hafði verið gert ráð fyrir. Það mun þó augljóslega auka viðhaldskostnað, sem er áætlaður 400 milljónir á þessari öld. Ekki dýr í samanburði Þetta er því ekki ódýrt mannvirki og í því ljósi er eðlilegt að spurt sé hvort ekki sé hægt að fara hagkvæmari leiðir. Vegagerðin, sem annast undirbúning framkvæmdarinnar í samstarfi við okkur hjá Betri samgöngum, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ, hefur borið kostnaðinn saman við nokkrar aðrar brýr sem hafa verið í undirbúningi. Er þar um að ræða brýr yfir Hornafjarðarfljót, Þorskafjörð, sem var vígð í fyrradag, Kvíá og Hverfisfljót. Niðurstaðan er að það munar ekki miklu í verði þótt að um mjög ólíkar brýr sé að ræða. Það þarf ekki alltaf að vera mikið dýrara að gera hluti fallega. Þess má líka geta að ef ákveðið væri að fara aðrar leiðir værum við aftur komin á byrjunarreit og allt að þriggja ára vinna þyrfti að eiga sér stað aftur með tilheyrandi töfum á framkvæmdum. Hugsum stórt Mér varð hugsað til þess þegar ég átti erindi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands nýlega hve magnað það er að fátæk þjóð hafi á fyrri hluta 20. aldar verið svo stórhuga að byggja þá glæsilegu byggingu. Og ekki bara hana, heldur líka Eimskipafélagshúsið, Hallgrímskirkju, Hótel Borg, Kristskirkju, Landsímahúsið, Aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Reykjavíkurapótek, Þjóðleikhúsið, Sundhöllina og Verkamannabústaðina. Er ég þá bara að nefna nokkrar af þeim byggingum, eftir Guðjón Samúelsson, sem voru byggðar miðsvæðis í Reykjavík. Geta þær kynslóðir sem eru nú að byggja upp landið, sem er nú eitt það ríkasta í heimi, ekki leyft sér að búa til stórhuga mannvirki, þótt þau séu e.t.v. aðeins dýrari? Hvers konar mannvirki viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar og barnabörn á þessum vinsæla útivistarstað? Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun