Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“ Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 09:30 Feðgarnir Einar Þorsteinn Ólafsson og Ólafur Stefánsson Samsett mynd: Mynd af Einari frá Fredericia Dagbladet og mynd af Einar Þorsteinn Ólafsson er að feta sín fyrstu skref í atvinnumennskunni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með danska úrvalsdeildarfélaginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá nýtur hann leiðsagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum. Faðir Einars Þorsteins er nefnilegast íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson. Sá naut mikillar velgengni inn á handboltavellinum. Bæði með félagsliðum sem og íslenska landsliðinu þar sem hann var hluti af silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Noregi á sínum tíma „Já alveg mjög mikið, sérstaklega núna upp á síðkastið,“ segir Einar Þorsteinn aðspurður hvort faðir hans sem með puttana í því sem hann er að gera í atvinnumennskunni. „Hann hélt sig aðeins til hlés þegar að ég fór upp í gegnum yngri flokkana. Núna hefur hann verið að gefa mér ráð, hjálpa til.“ Hann fái ráð frá Ólafi föður sínum varðandi ýmislegt tengt atvinnumennskunni, bæði innan sem utan vallar. „Eitthvað sem ég fæ að heyra sem margir aðrir, svona ungir að árum, fá ekki að heyra. Það er eitthvað sem ég næ að nýta mér. Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin.“ Einar gæti á upphafsdögum næsta mánaðar leikið sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var valinn í fyrsta landsliðshóp landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar fyrir tvo æfingarleiki gegn Færeyjum. Þessi efnilegi leikmaður er með skýr markmið. „Framhaldið er bara að verða bikarmeistari, deildarmeistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyni að spila vel og standa mig með landsliðinu. Koma öxlinni almennilega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitthvað lengra fram veginn.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Faðir Einars Þorsteins er nefnilegast íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson. Sá naut mikillar velgengni inn á handboltavellinum. Bæði með félagsliðum sem og íslenska landsliðinu þar sem hann var hluti af silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ólafur Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Noregi á sínum tíma „Já alveg mjög mikið, sérstaklega núna upp á síðkastið,“ segir Einar Þorsteinn aðspurður hvort faðir hans sem með puttana í því sem hann er að gera í atvinnumennskunni. „Hann hélt sig aðeins til hlés þegar að ég fór upp í gegnum yngri flokkana. Núna hefur hann verið að gefa mér ráð, hjálpa til.“ Hann fái ráð frá Ólafi föður sínum varðandi ýmislegt tengt atvinnumennskunni, bæði innan sem utan vallar. „Eitthvað sem ég fæ að heyra sem margir aðrir, svona ungir að árum, fá ekki að heyra. Það er eitthvað sem ég næ að nýta mér. Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin.“ Einar gæti á upphafsdögum næsta mánaðar leikið sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann var valinn í fyrsta landsliðshóp landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar fyrir tvo æfingarleiki gegn Færeyjum. Þessi efnilegi leikmaður er með skýr markmið. „Framhaldið er bara að verða bikarmeistari, deildarmeistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyni að spila vel og standa mig með landsliðinu. Koma öxlinni almennilega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitthvað lengra fram veginn.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira