Eiga félagsleg fyrirtæki framtíð? Elva Dögg Sigurðardóttir skrifar 25. október 2023 07:00 Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Félagasamtök Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja. Mikil fjárhagsleg og samfélagsleg verðmæti myndu tapast ef þeirra nyti ekki við en þrátt fyrir það búa þau flest við mikinn ófyrirsjáanleika, þurfa að stóla á skammtímastyrki og telja hverja krónu. Það er algengt að heyra forsvarsfólk í þriðja geiranum tala um að þau viti ekki hvort þau verði enn starfrækt eftir ár. Lausnir við áskorunum dagsins í dag Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun á undanförnum árum virðist einn angi þeirra hafa verið skilinn eftir, samfélagsleg nýsköpun (e. social innovation). Þessi hluti nýsköpunar snýr að því að finna lausnir á þeim ómættu samfélagslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Í samfélagslegri nýsköpun eru samfélagsleg markmið undirstaðan og hugmyndir um að koma samfélaginu til góða aðal drifkrafturinn. Hún getur átt sér stað hjá einstaklingum og fagaðilum, hjá hinu opinbera eða í einka- og þriðja geiranum og lausnirnar geta orðið bæði árangursríkar og langvarandi þegar þær byggja á samvinnu þessara aðila. Þessar framfarir munu ekki eiga sér stað nema fólki, samtökum og fyrirtækjum sem standa að samfélagslegri nýsköpun sé lyft upp og þau njóti stuðnings í verkefnum sínum. Þetta geta til dæmis verið nýjar leiðir til að mæta áskorunum í umönnun aldraðra, vanlíðan unglinga og þátttöku jaðarsettra hópa í samfélaginu. Þetta geta verið lausnir sem við þekkjum ekki í dag en með raunverulegum stuðningi við félagslega frumkvöðla gæti okkur tekist að gera samfélagið okkar sterkara á svo marga vegu. Skýrara regluverk í Evrópu Síðan ég tók sæti á þingi hef ég fengið tækifæri til að heimsækja ýmis félagasamtök sem sýna það og sanna að á Íslandi er að finna fítonskraft hjá fólki sem vill bæta samfélagið. Flest þessara félaga skortir þó fyrirsjáanleika lengra en ár fram í tímann til þess að geta náð sem mestum áhrifum fyrir samfélagið okkar. Undanfarin ár hefur farið að bera meira á svokölluðum félagslegum fyrirtækjum (e. social enterprise) í Evrópu, sem hægt er að skilgreina sem eins konar blönduð fyrirtæki. Meginmarkmið slíkra fyrirtækja er að hafa jákvæð félagsleg áhrif og vinna í þágu samfélagsins, fremur en að skila hagnað til eiganda og fjárfesta. Þrátt fyrir að hér á Íslandi séu starfrækt mörg félög sem falla undir þennan flokk þá höfum við enn sem komið er ekki góða og haldbæra skilgreiningu á þeim. Starfsumhverfið og lagaumgjörðin er ekki skýr – og í rauninni ekki til. Rekstrarformið hérlendis er því fjölbreytt og flókið. Slík verkefni verða því oft að almannaheillafélögum, samvinnufélögum, almennum félögum, einkahlutafélögum og sjálfseignarstofnunum. Slíkt rekstrarform getur hentað ákveðnum hugmyndum en öðrum færi betur að starfa sem félagslegt fyrirtæki. Félagsleg fyrirtæki geta verið samkeppnishæf á markaði, veitt þjónustu og á sama tíma unnið að samfélagslegum lausnum. Þau geta skapað verðmæti, veitt jaðarsettum hópum rödd og farið betur með almannafé ef regluverkið mætir þörfum þeirra með einföldum og skýrum hætti. Hver er framtíðarsýnin? Við búum yfir ótrúlegum mannauði og hugmyndum og ef þær komast í réttan farveg þá getur það aðstoðað okkur á svo ótal vegu. Við verðum að horfa til langvarandi lausna þar sem kröftug samfélagsleg nýsköpun getur komið inn, þar sem fólki og félögum með hugmyndir sem snúa að samfélagslegum ábata er gert hátt undir höfði og þau njóta fyrirsjáanleika í stuðnings hins opinbera til að bæta lífsgæði fólks. Hér undirstrika ég sérstaklega mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar og hlutverk félagslegra fyrirtækja þar sem fólk er valdeflt og virt. Umræðunni um þetta tvennt, þ.e. samfélagslega nýsköpun og félagsleg fyrirtæki, þarf að halda á lofti hérlendis. Sýnileiki félagslegra fyrirtækja er orðinn töluvert meiri á Norðurlöndunum og regluverk í Evrópu er orðið skýrara. Ef við viljum að Ísland verði hluti af þessari þróun en ekki eftirbáti annarra landa þurfum við að gefa í. Höfundur er sitjandi varaþingkona Viðreisnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun