Sport

Í skugga kvíða og þung­lyndis leitaði Hall­dór í á­fengi: „Þangað til það sprakk“

Aron Guðmundsson skrifar
Íslenski snjóbrettakappinn Halldór Helgason
Íslenski snjóbrettakappinn Halldór Helgason Vísir/Skjáskot

Íslenski snjóbrettakappinn Halldór Helgason, sem hefur um áraraðir verið einn fremsti snjóbrettamaður heims, hefur greint frá erfiðri upplifun sinni af kvíða og þunglyndi sem orsökuðu það að hann leitaði í enn ríkari máli í áfengi. 

Frá þessu greinir Halldór í viðtali í Dagmálum MBL.is þar sem hann opnar sig um kulnun sem hann lenti í árið 2019. 

Halldór hafði ekki miklar áhyggjur af stöðunni hjá tókst á við hana með hinu klassíska íslenska hugarfari „þetta reddast.“

„Ég drakk alltaf of mikið til þess að reyna tak­ast á við þetta enda kunni ég ekk­ert að tak­ast á við kvíða eða þung­lyndi,“ segir Halldór í Dagmálum.

„Ég drakk til þess að reyna láta mér líða bet­ur þangað til það sprakk. Lækn­ir­inn sagði mér að ég væri í kuln­un og að ég þyrfti að taka mér pásu.“

Sneri aftur á verðlaunapall á X-games

Þrettán árum eftir að hann vann gullverðlaun á X-Games í Aspen náði snjóbrettakappinn Halldór Helgason að tryggja sér önnur verðlaun á leikunum upphafi árs

Halldór vann á sínum tíma sigur í risastökki, Big Air, á X-leikunum í Apsen árið 2013 en í janúar á þessu ári keppti hann í Knuckle Huck og vann þar til silfurverðlauna. 

Hann var einn af atvinnumönnunum sem fjallað var um í þáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar, í umsjón Auðuns Blöndal, árið 2019 og þar gat fólk fengið að skyggnast á bak við tjöldin á hans atvinnumannaferli. 

Þrátt fyrir að hafa þénað vel á ferli sínum sem snjóbrettamaður sagðist Halldór aldrei ferðast um á fyrsta farrými, gistir oft á sófanum hjá vinum sínum og þarf aldrei að vera á góðum fimm stjörnu hótelum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×