Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna Stefán Marteinn skrifar 20. október 2023 22:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum. „Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum. Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Já ég verð að vera það. Við áttum góðan kafla bæði í fyrri og seinni þannig að þetta var bara framar vonum. Ég átti ekki von á svona stórum sigri hérna.“ Þrátt fyrir stórsigur Njarðvíkinga vildi Benedikt ekki meina að leikplanið hafi endilega gengið fullkomlega upp. „Það er eins og gengur og gerist, sumt gengur upp og annað ekki. Það var ekki leikplanið að láta Obi Trotter skora átján stig hérna á okkur. Óánægður með hvernig við dekkuðum hann en flest annað er ég bara nokkuð sáttur með og svo bara þegar menn eru að stíga upp, eins og Elías hérna í kvöld og fær hérna heiðursskiptingu með mínútu eftir og var frábær. Þegar að allir eru að leggja í púkkið og Maciej flottur og bara allir að skila þannig ég er bara mjög ánægður með það.“ Njarðvíkingar náðu fljótt yfirhöndinni í leiknum og lögðu góðan grunn af sigrinum strax í fyrri hálfleik. „Þriðji leikhluti fannst mér vera Hattar leikhluti. Við náðum ekki að hlaupa í þriðja leikhluta og þetta var svona svolítið ‘physical’ leikur á hálfum velli en svo náðum við kafla hérna sem gerði endanlega út um þetta og við náðum að hlaupa aðeins á þá og eins og ég talaði um fyrir leik að þetta yrði svona hvor leikstíllinn myndi hafa betur. Ég hefði viljað hafa lengri kafla þar sem okkar leikstíll var að ráða ferðinni en þegar það tókst þá heppnaðist það mjög vel.“ Chaz Williams hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í upphafi móts og var Benedikt spurður út í þessa byrjun. „Chaz er náttúrulega eins og við vissum þegar við tókum hann að þetta er góður leikmaður. Hann er náttúrlega mjög lítill en hann er með risa hjarta. Það er með þessa Bandaríkjamenn að það er auðvelt að finna góða hæfileikaríka leikmenn en það er erfiðara að finna leikmenn með risa hjarta sem að leggja sig jafn mikið fram fyrir liðið og klúbbinn þannig að ég er eins og gefur að skilja í skýjunum með þennan gæja,“ sagði Benedikt að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira