Fékk rautt spjald og leikbann en svo var allt dregið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 11:30 Emilía Ósk Steinarsdóttir hefur skorað 14 mörk í 3 leikjum með FH í vetur. Vísir/Brynja Traustadóttir Handboltakonan Emilía Ósk Steinarsdóttir fékk góðar fréttir í gær þegar í ljós kom að hún væri ekki á leið í leikbann eins og allt leit út fyrir. Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía. FH Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Emilía Ósk má því spila með FH-liðinu á móti Fjölni í kvöld í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Dómarar í leik FH og Víkings höfðu gefið henni rautt spjald í leik fyrr í þessum mánuði og aganefnd HSÍ hafði í framhaldinu dæmt hana í leikbann. FH sendi inn athugasemd með myndbandi af atvikinu og við nánari athugun var það mat dómaranna að ákvörðunin hafi verið röng og óskuðu þeir því eftir því að draga spjaldið til baka. Aganefndin samþykkti það og var leikbannið því dregið til baka. Allar í liðinu voru í sjokki „Ég er mjög ánægð með þetta. Ég bjóst smá við því af því mér fannst þetta aldrei vera rautt spjald. Ég var allan tímann fyrir framan hana og við vorum allar í liðinu í sjokki yfir þessu atviki,“ sagði Emilía Ósk Steinarsdóttir í samtali við Vísi. „Ég reyndi að mótmæla þegar þetta er að gerast í leiknum. Þá fer ég til dómarans og spyr hvað sé að gerast. Allir liðinu voru: Hvað er í gangi? Ég var ekki neitt að búast við þessu og vissi bara ekki hvað var að gerast,“ sagði Emilía Ósk. Önnur fékk rautt mínútu síðar „Þarna eru tuttugu mínútur eftir af leiknum og einni mínútu eftir að ég fékk rautt þá fékk Lara (Zidek) leikmaður okkar líka rautt. Það var því rosa mikið í gangi þarna síðustu mínúturnar,“ sagði Emilía. FH stelpurnar náðu samt að halda haus og vinna leikinn 30-26. „Þetta fór fyrir aganefnd og þá kom í ljós að ég fékk bara bann. Þá sendum við greinargerð til baka og höfum myndband af atvikinu með. Þá sáu þeir greinilega að þetta var ekki alveg það sem þetta átti að vera,“ sagði Emilía. Víkingstelpan datt illa í gólfið í atvikinu sem hafði örugglega mikil áhrif á dóminn. „Hún var sjálf búin að vera að glíma við meiðsli og var bara sjálf stressuð. Hún lendir illa en það var ekki ég sem var að gera neitt. Ég bara stóð þarna fyrir framan og rétt ýtti í hana,“ sagði Emilía. Emilía Ósk fær því að spila leikinn í kvöld. „Það er bara geggjað. Ég er ótrúlega spennt að fá að spila í kvöld og vera með,“ sagði Emilía. Gott að þeir gátu kyngt stoltinu „Það var gott hjá þeim að breyta þessu og ég er ánægð með það. Samt var ég alltaf í sjokki yfir því að þeir hafi dæmt þetta. Það var gott að þeir gátu tekið þetta til baka og kyngt stoltinu,“ sagði Emilía. Hún fékk góða hjálp frá félaginu sínu FH í því að berjast fyrir farsælli lausn á þessu máli. „Það var spennandi fyrir mig að vita hvort ég væri að fara með ekki. Það var erfitt að ná að einbeita sér: Er ég að fara að spila eða ekki? það var erfitt að koma mér inn í réttan undirbúning. Það var gott að fá að vita þetta í gær fyrir æfingu að ég væri að fara að spila. Þá gat ég undirbúið mig og komið mér inn í þetta verkefni,“ sagði Emilía. Ætlar að vera yfirveguð í kvöld „Ég ætla að mæta og vera bara yfirveguð. Passa upp á það að fá ekki rautt því það er svolítið búið að vera að gerast upp á síðkastið,“ sagði Emilía sem vildi þó ekki taka undir það að orðsporið væri að trufla dómarana. Best af öllu er að fá að vera inn á gólfi í Kaplakrika í kvöld. „Ég ætla bara að mæta, gera mitt og hjálpa liðinu mínu að ná stigum,“ sagði Emilía.
FH Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira