Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 18. október 2023 10:30 Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í morgun leiddi ég son minn á leið í leikskólann í leðurjakka og með Avengers úr á vinstri hendi og hann sagði mér að hann kynni á klukku því hann kann að telja einn, tveir, þrír, fjórir og fimm.Í morgun vöknuðu blóðug börn með glerbrot í hárinu úr sjónvarpinu því sumir morgnar eru þannig og á þannig morgnum vaknar mamma aldrei aftur. Sumsstaðar í heiminum er hafragrautur í morgunmat og annarsstaðar fæðast börn í sprengjuregni því þau kunnu ekki á klukku og vissu ekki að fyrir utan var maður með byssu tilbúinn að skjóta en öskrin í mömmu heyrðust ekki fyrir öskrunum í honum þannig að barnið gat fæðst án þess að nokkur vissi. Í litlu eldhúsi á Suðurgötu sullast mjólk á gólfið og mamma nær í hreina tusku og segir ekki neitt því það er svo lýjandi að þrífa mjólkursull á hverjum morgni. En heima hjá sumum sullast mjólk á gólfið og blandast við blóðpollinn úr pabba sem tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Ég sagði henni að hún mætti ekki meiða hann. Ég sagði honum að hann mætti ekki lemja hana og henda í hana leikfangabíl. Ég sagði honum að hann mætti ekki klípa og bíta en hann gerði það samt því hún var svo leiðinleg við hann og honum fannst hún eiga það skilið. En bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. En svo þegar systkini eldast og þroskast þá hætta þau að slást, svona oftast og yfirleitt. AlþjóðamannúðarlögGenfarsamningarSamningurinn um ómannúðleg vopnJarðsprengjusamningurinnKlasasprengjusamningurinnFórnarlömb vopnaðra átakaAðferðir og leiðir við hernaðSjó- og lofthernaðurMenningarverðmætiSaknæm undirokun Hvenær ætlar fullorðið fólk að hætta að lemja og slást? Afhverju eru stríð samþykkt og afhverju þurfum við mannúðarlög? Það er ekkert mannúðlegt við stríð. Sama hvort það er almennur borgari í grænum kjól eða hermaður í felubúningi sem verður fyrir byssukúlunni. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. Af því að einhver sagði að ég mætti berja bróður minn og systur ef þau væru til í það og ef ég gerði það rétt. Ég má bara ekki henda í þau klasasprengjum þó ég eigi þær til og geymi kjarnavopn í kjallaranum hjá mömmu. Leikreglur stríðs:Ég má ekki slást við þá sem teljast til almennra borgara, heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila. Læt þau vera. Ég má ekki lemja þá sem eru meiddir. Ég má ekki ráðast á borgara því það er stríðsglæpur. Það þarf að passa borgarana, hina má ég drepa. Ég þarf að passa að skemma ekki húsin þeirra og ég þarf að passa að þau komist í vatn og mat. Ég má ekki drepa dýrin þeirra eða eyðileggja uppskeru. Ég þarf að koma þeim meiddu á spítala, þegar ég er búin að meiða þau. Ég má ekki sprengja spítala eða ráðast á heilbrigðisstarfsfólk eða sjúkrabíla. Ég má ekki pynta gíslana mína en ég má samt alveg vera með gísla. Bara passa að meiða þá ekki meira. Og ég þarf víst að gefa þeim að éta og drekka og leyfa þeim að skrifa ástarbréf. Ég má ekki nota hvaða vopn sem er, bara vopn sem meiða lítið og drepa hratt svo enginn þjáist lengi. Ég má ekki nauðga, bara drepa. Suma. Það er gott að hafa leikreglur stríðs því annars værum við bara villimenn og þetta færi allt úr böndunum. Bræður og systur berjast og þannig hefur það alltaf verið. Hér er allt í blóði og það tekur því ekki að þrífa því það kemur bara meira blóð á morgun. En það er allt í lagi því við erum með leikreglur með mannúðina að vopni og kunnum öll á klukku: einn, tveir, þrír, fjórir og fimm. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar