Stríð um tilveru og grunngildi Finnur Th. Eiríksson skrifar 11. október 2023 13:01 Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélag Gyðinga um allan heim er í áfalli. Bergmál Gyðingamorða fortíðarinnar heyrist nú í Ísrael, eina þjóðríki Gyðinga í heiminum. Stríði hefur verið lýst yfir. Þetta er stríð sem hefur lengi verið í uppsiglingu og snýst um sjálfa tilveru Ísraelsríkis. Frá því ég byrjaði að skrifa um Ísrael fyrir fjórum árum hef ég sjaldan orðið var við jafn mikinn stuðning. Stöðugt fleiri virðast gera sér grein fyrir því að áróðurinn sem hefur áratugum saman verið viðhafður gegn Ísrael standist ekki skoðun. Grimmilegar athafnir Hamasliða í Ísrael hafa vakið marga til umhugsunar um hvar samúð þeirra raunverulega liggur. Samt sem áður hafa flestir fjölmiðlar ekki sagt alla söguna. Þeir rembast enn við að draga dulu yfir illvirki Hamas og forðast í lengstu lög að draga upp samanburð milli grunngilda Hamas og Ísraels. En það er nauðsynlegt að draga upp slíkan samanburð til að geta gert upp við sig hvar samúð manns liggur. Staða mannréttinda undir Hamassamtökunum Í Ísrael máttu elska þann sem þú vilt. Kona getur klætt sig eins og hún vill. Trúfrelsi er varið með lögum. Fjölmiðlar í Ísrael geta gagnrýnt yfirvöld að vild. Arabar jafnt sem Gyðingar eiga eigin stjórnmálaflokka og lífleg skoðanaskipti eiga sér stað alla daga. Þingkosningar eru haldar með reglulegu millibili. Á palestínsku sjálfstjórnarsvæðum er þessu þveröfugt farið. Lagasetningin þar minnir á hinar myrku miðaldir. Ströng lög gilda um klæðaburð kvenna, skoðana- og trúfrelsi er lítið sem ekkert, og bæði trúleysi og samkynhneigð varða við dauðarefsingu. Það vakti nokkra athygli síðastliðinn september þegar Hamasliðar brugðust ókvæða við kröfu Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) um að lögleiða samkynhneigð. Þar að auki komu fulltrúar Palestínumanna því inn í Oslóarsamkomulagið að Gyðingum væri óheimilt á búa á Gazasvæðinu. Að lokum hafa hvorki Hamas á Gazasvæðinu né Palestínska heimastjórnin á Vesturbakkanum haldið kosningar síðan 2006. Ólýsanleg grimmd Hamasliða Hegðun Hamassamtakanna gagnvart eigin þegnum er nógu slæm út af fyrir sig. En þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael slepptu þeir af sér öllum hömlum. Það hefur nú verið staðfest að auk þess að myrða saklausa borgara, jafnt unga sem aldna, hafi hryðjuverkamennirnir nauðgað mörgum þeirra kvenna sem þeir réðust á. Þetta viðbjóðslega athæfi minnir óneitanlega á lýsingar Nóbelsverðlaunahafans Nadiu Murad, sem var hneppt í þrældóm af ISIS í Írak. Nú hafa fréttir borist af því að Hamasliðar hyggi á að birta myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem gíslar þeirra grátbiðja fyrir lífi sínu. Einnig er líklegt að þeir birti myndskeið af pyntingum og aftökum. Ef við getum ekki sameinast um að kalla þennan hrylling sínu rétta nafni stöndum við svo sannarlega höllum fæti sem samfélag. Hvor hefur hærri siðferðisstaðal? Aðgerðir Ísraels á Gazasvæðinu eru harðar, en allt mannfallið sem þar á sér stað skrifast á Hamassamtökin. Evrópusambandið hefur áður gagnrýnt Hamassamtökin fyrir að nota þegna sína sem mannlega skildi. Það er því augljóst að Hamasliðar vonast til að draga eins marga með sér í dauðann og auðið er. Á meðan gera ísraelsk yfirvöld allt sem þau geta til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara. Af öllu ofangreindu má sjá að siðferðislega gjáin milli Hamassamtakanna og Ísraels gæti ekki verið dýpri. Ef þú, lesandi góður, ert enn ekki sannfærður um hvor aðilinn hefur hærri siðferðisstaðal, hvet ég þig til að taka þér tíma til að hugleiða málið. Þú vilt ekki að þín verði minnst sem málsvara hryðjuverkasamtaka. Ég tilheyri samtökum sem berjast fyrir friði. En það er ólíklegt að það verði friður á meðan hryðjuverkasamtök hafa frelsi til að lýsa yfir stríði á hendur saklausum borgurum og réttmætum valdhöfum sjálfstæðra ríkja. Það þarf að uppræta öll slík samtök og þá fyrst munum við eiga von um einhvers konar frið. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar