Stafar okkur ógn af átökum glæpagengja í Svíþjóð? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 12. október 2023 08:02 Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Bara í september létu 12 einstaklingar þar lífið í tengslum við ofbeldisfull átök og þar af voru 11 skotnir til bana. Morðtilraunir og sprengjuárásir eru daglegt brauð og yfirvöld virðast nánast ráðþrota gagnvart vandanum. Sífellt fleiri saklausir borgarar sem hafa engin tengsl við gengin verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Lögreglan í Svíþjóð hefur enn aukið viðbúnað sinn og jafnvel hefur verið rætt um aðstoð hersins vegna ástandsins. Yfirvöld í nágrannalöndum Svíþjóðar hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram aðstoð sína við þessar fordæmalausu aðstæður. Við Íslendingar höfum enn lítið fram að færa þegar kemur að aðstoð í þessum efnum. Sem betur fer. Eins og um svo margt er mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni Skoðum hvort við getum dregið ekki lærdóm af grafalvarlegri stöðu og óheillaþróun hjá þessari vinaþjóð okkar. Ég hef lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hérlendis á undanförnum árum og um samanburðinn við þróunina á Norðurlöndum. Ég óska sömuleiðis eftir upplýsingum um aðgerðir Norðurlandanna og um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af þeim. Mikilvægt er að skoða án tafar hvað fór úrskeiðis í Svíþjóð. Hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að við föllum í sömu gryfju. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Svíþjóð Lögreglumál Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Bara í september létu 12 einstaklingar þar lífið í tengslum við ofbeldisfull átök og þar af voru 11 skotnir til bana. Morðtilraunir og sprengjuárásir eru daglegt brauð og yfirvöld virðast nánast ráðþrota gagnvart vandanum. Sífellt fleiri saklausir borgarar sem hafa engin tengsl við gengin verða fyrir barðinu á ofbeldinu. Lögreglan í Svíþjóð hefur enn aukið viðbúnað sinn og jafnvel hefur verið rætt um aðstoð hersins vegna ástandsins. Yfirvöld í nágrannalöndum Svíþjóðar hafa lýst yfir stuðningi og boðið fram aðstoð sína við þessar fordæmalausu aðstæður. Við Íslendingar höfum enn lítið fram að færa þegar kemur að aðstoð í þessum efnum. Sem betur fer. Eins og um svo margt er mikilvægt að við fylgjumst vel með þróuninni Skoðum hvort við getum dregið ekki lærdóm af grafalvarlegri stöðu og óheillaþróun hjá þessari vinaþjóð okkar. Ég hef lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um þróun skipulagðrar brotastarfsemi hérlendis á undanförnum árum og um samanburðinn við þróunina á Norðurlöndum. Ég óska sömuleiðis eftir upplýsingum um aðgerðir Norðurlandanna og um hvaða lærdóm Íslendingar geti dregið af þeim. Mikilvægt er að skoða án tafar hvað fór úrskeiðis í Svíþjóð. Hvað við getum gert til að koma í veg fyrir að við föllum í sömu gryfju. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar