Körfubolti

Auddi Blö mætir í sófann hjá Sápa og Tomma Steindórs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir léttir, ljúfir og kátir í settinu.
Strákarnir léttir, ljúfir og kátir í settinu.

Í kvöld hefur göngu sína nýr þáttur á Stöð 2 Sport. Sá heitir Subway körfuboltakvöld Extra og er í umsjón þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Tomma Steindórs.

Körfuboltakvöld Extra er léttur og skemmtilegur spjallþáttur þar sem Stefán Árni og Tómas Steindórsson fara yfir allt það helsta innan og utan vallar í Subway-deildinni.

Skemmtilegir gestir, tengdir liðum deildarinnar, kíkja í heimsókn og hitað verður upp fyrir hverja umferð í Subway-deildinni.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 21.15 í kvöld og verður á Sport 5.

Fyrsti gestur þáttarins er Auðunn Blöndal, stuðningsmaður Tindastóls.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×