Skrum um ferðaþjónustu Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 5. október 2023 18:31 Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Bjarnheiður Hallsdóttir Verðlag Vinnumarkaður Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt að stóra verkefnið fram undan er að ná niður verðbólgu og vaxtastigi í landinu. Til þess að vinna bug á vandamálum er nauðsynlegt að þekkja og horfast í augu við rót þeirra. Það er á hinn bóginn alveg ljóst að það er verulegur skortur á sameiginlegri sýn á rótum þess vanda sem við nú glímum við og hvað þá lausninni á honum. Margir hafa stígið fram undanfarið og telja sig vera búna að finna hinn fullkomna sökudólg og rót allra hremminga samfélagsins - það er ferðaþjónustan, stærsta útflutningsgrein okkar Íslendinga. Það er auðvitað frábært, að í stað þess að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir, sem jafnvel krefjast einhvers af manni sjálfum, að finna einfalda skýringu og um leið sameiginlegan óvin til að skella skuldinni á. Jafnt lærðir sem leikir hafa í ræðu og riti beint spjótum sínum að ferðaþjónustu og rakið til hennar meðal annars húsnæðisvandann, ofþenslu í hagkerfinu, of mikla einkaneyslu, of hátt atvinnustig, hnignun íslenskunnar og nú síðast var hún gerð ábyrg fyrir atgervisflótta úr landbúnaði. Á morgunvakt Rásar eitt síðastliðinn þriðjudag steig hinn afkastamikli greinandi Þórður Snær Júlíusson fram og talaði fjálglega um „lágframleiðni greinina“ ferðaþjónustu og að sú krafa væri gerð til almennings, að hún drægi úr neyslu sinni til að „koma ferðaþjónustunni fyrir“. Það væru mistök, að ekki væri búið að setja „hömlur“ og „gjöld“ á greinina. Ferðaþjónustan var stærri árið 2018, án verðbólguvandræða Ferðaþjónustan hefur vissulega vaxið hratt eftir að heimsfaraldri lauk, sem var markmið stjórnvalda líkt og atvinnugreinarinnar. Endurreisn ferðaþjónustunnar var og er lykilþáttur í endurreisn hagkerfisins eftir samdráttinn, sem varð þá. Hins vegar hefur hún ekki enn náð þeim hæðum hvað varðar fjölda ferðamanna, sem raunin var metárið 2018. Ekki minnist ég þess að hún hafi á því ári og árunum meðan á hinum mikla vexti hennar stóð, valdið jafnmiklum usla og vandræðum og hún er sögð gera núna. Hvernig ætli standi á því? Getur verið að aðrir þættir efnahagsmála hafi verið með öðrum hætti þá? Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu og fjöldi ferðamanna virðist haldast vel í hendur og ekki skýra hvers vegna verðbólga er meiri nú en árin 2015 til 2018. Fjöldi einstaklinga starfandi í aðalstarfi í júní árið 2018 var 31.500 en er nú árið 2023 um 30.100. Atvinnugreinin er jafnframt betur í stakk búin til að taka á móti sama fjölda gesta og áður. Fjöldi erlendra ferðamanna fyrstu sjö mánuði ársins árið 2018 var 1,3 milljónir, nú árið 2023 var sá fjöldi 1,2 milljónir á sama tímabili. Innviðir eru enn til staðar og uppbygging þeirra er enn og hefur verið í hóflegum vexti. Því liggur fyrir að umsvif ferðaþjónustu hér á landi eru að minnsta kosti ekki meiri nú en árið 2018, án verðbólguvandræða. Að sjálfsögðu hefur jafn stór atvinnugrein og ferðaþjónustan er áhrif á umhverfi sitt og samfélag. Sum góð, önnur ekki eins góð. Nákvæmlega eins og aðrar atvinnugreinar gera. En það að gera hana ábyrga fyrir efnahagsástandinu og öllu hinu veseninu er fullkomlega galið og ekkert annað en lýðskrum af verstu sort. Fullyrðingar rifnar úr samhengi og enginn látinn rökstyðja. Ferðaþjónusta skapar tækifæri um land allt Ferðaþjónustan reif okkur upp úr öldudal eftirhrunsáranna og byggði upp myndarlegan gjaldeyrisforða, sem hefur á undanförnum árum viðhaldið stöðugleika og skapað aukið traust á efnahag landsins. Ferðaþjónusta hefur reynst besta byggðastefna sögunnar og stutt myndarlega við brothættar byggðir með því að skapa tækifæri fyrir fjárfestingu og atvinnusköpun um land allt. Ferðaþjónusta skapar tugþúsundir beinna og óbeinna starfa þvert á atvinnugreinar. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir frábærum samgöngum Íslands við umheiminn. Ferðaþjónusta er ástæðan fyrir gríðarlegri fjölbreytni í veitingarekstri og afþreyingu um land allt. Á þessum víðsjárverðu tímum, sem við lifum nú má færa sterk rök fyrir því að það sé fyrst og fremst ferðaþjónusta sem, gegn eigin hagsmunum, hefur stutt við krónuna og komið í veg fyrir veikingu hennar. Þannig hefur ferðaþjónustan beinlínis unnið gegn verðbólgu sem að öðrum kosti hefði verið enn meiri. Erum við tilbúin til að kippa fótunum undan öllum þessu jákvæðu áhrifum með því að beita arfavitlausum meðulum á rangan sjúkling? Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun