Booking.com í tugmilljóna skuld við danska hótelrekendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 12:42 Booking.com hefur sagt að málið megi rekja til tæknilegra örðugleika. „Við höfum heyrt að það eru einhverjir aðilar sem eru ennþá að verða varir við þetta en við höfum ekki heyrt af því að vandamálið hafi aukist eða að það hafi batnað.“ Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC. Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, um erfiðleika sem nokkrir íslenskir aðilar urðu fyrir í vor og sumar við að fá greiðslur frá Booking.com. „Það var aðeins í vor og í sumar að fólk var að tala um þetta,“ segir Jóhannes en í mörgum tilvikum hafi verið um minni aðila að ræða og málin því ekki endilega komið inn á borð samtakanna. Greiðslutafirnar komi þó verst niður á minni fyrirtækjunum þar sem þau mega síður við því að tekjur skili sér ekki. Vandamálið varðar greiðslur sem Booking.com innheimtir af viðskiptavinum vegna gistingar og þjónustu sem milligönguaðili en hafa ekki skilað sér til hótelrekenda og annarra þjónustuaðila. Mörg hundruð fyrirtæki hafa orðið fyrir áhrifum þessa í Danmörku í sumar og sum hafa ekki enn fengið greitt. Upphæðirnar nema milljónum Hagsmunasamtökin Horesta sendu kröfubréf á Booking.com á mánudag fyrir hönd þessara fyrirtækja og heimtuðu að greiðslum yrði komið í réttar hendur. Þau svör fengust að allir fengju borgað á morgun, föstudag, en hóteleigendur virðast fullir efasemda. „Við höfum nú fengið að heyra þetta í þrjá mánuði frá Booking.com. Þeir hafa ítrekað sagt að peningurinn sé á leiðinni. Þannig að við viljum sjá þetta gerast áður en við trúum þessu,“ segir Bella Hessellund, eigandi Skelby Præstegard í Gedser í samtali við DR. Hún á 120 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna, inni hjá síðunni og segist ekki munu fagna fyrr en hún sér að peningurinn hefur verið lagður inn á reikninginn sinn. Fleiri lýsa efasemdum um loforð Booking.com, meðal annarra stjórnarformaður Danske Hoteller, sem á og rekur 25 hótel í Danmörku. „Við höfum heyrt þetta stef síðustu fjórtán daga, að þetta sé að leystast, en ekkert hefur gerst,“ segir Erik Sophus Falck. Danske Hoteller á inni rúmar fimm milljónir danskar krónur hjá Booking.com. Svör Booking.com hafa verið á þá leið að um tæknilega örðugleika sé að ræða. „Við höfum fylgst með þessu og komið á framfæri athugasemdum,“ segir Jóhannes um stöðuna hér heima en ítrekar að fá þessara mála hafi komið inn á borð Samtaka ferðþjónustunnar. Bæði séu bókunarfyrirtækin með fulltrúa hér heima og þá eigi samtökin gott samráð við heildarsamtökin HOTREC.
Danmörk Ferðalög Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira