Átt þú barn með ADHD? Hólmfríður Árnadóttir skrifar 28. september 2023 07:01 Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hólmfríður Árnadóttir ADHD Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun