Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030 Auður Hrefna Guðmundsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:30 Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þann 25. september n.k. eru átta ár liðin frá því að heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. The Sustainable Development Goals) voru samþykkt af öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðunum verður best lýst sem leiðarvísi að betri heimi með það að markmiði að binda enda á sárafátækt, tryggja verndun jarðar og stuðla að velsæld fyrir öll. Markmiðin, sem eru 17 talsins með 169 undirmarkmið, gilda til ársins 2030 og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. Nú þegar við erum hálfnuð á leið til 2030, hefur athyglisverðum árangri verið náð með sumum markmiðanna á meðan árangur af öðrum hefur staðið í stað eða jafnvel dregist saman. Því er ljóst að aukinn slagkraft þarf til að hraða aðgerðum í þágu alls mannkyns. Hraðari árangur Í þessari viku hafa fjölmargir viðburðir á vegum Sameinuðu þjóðanna verið haldnir í New York þar sem leiðtogar heimsins hafa komið saman og rætt um aðgerðir til að hraða árangri að heimsmarkmiðunum. Í nýjustu stöðuskýrslu Sameinuðu þjóðanna um heimsmarkmiðin (GSDR 2023) kemur fram að einungis 15% heimsmarkmiðanna eru á réttri leið. Enn fremur hefur enginn árangur náðst af 37% markmiðanna og jafnvel dregið úr árangri þeirra. Þrátt fyrir að mörg afgerandi skref hafi verið tekin hérlendis og staða Íslands gagnvart markmiðunum sé ásættanleg, (www.heimsmarkmid.is) þá dugar það skammt þegar allur heimurinn er undir. Við þurfum að gera betur og grípa hraðar til markvissra aðgerða. Brýn nauðsyn er á samstilltu átaki og samræmdum aðgerðum, og þar eru stjórnvöld, fyrirtæki og einkageirinn í lykilhlutverki. Leiðtogar, bæði meðal stjórnvalda og fyrirtækja, þurfa að taka ábyrgð á og vinna gagngert með heimsmarkmiðin sem leiðarljós í starfsemi sinni. Fyrirtæki eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á samfélagslegar framfarir og hraða árangri í umhverfismálum. Við þurfum á þeim að halda til að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og skapa mannúðlegt starfsumhverfi sem styður við aukna velsæld og velmegun. Breytum orðum í aðgerðir Á nýafstöðnum leiðtogafundi heimsmarkmiðanna samþykktu þjóðarleiðtogar pólitíska yfirlýsingu þar sem aðgerðir eru efstar á blaði. Í yfirlýsingunni er fjallað um framkvæmd og fjármögnun sjálfbærrar þróunar og viðurkennt að heljarstökk þurfi í fjárfestingum eigi að ná heimsmarkmiðunum. Lagðar eru til nokkrar lykilaðgerðir, þar á meðal umbætur á fjármálakerfi heimsins og aukið framboð á lausafé fyrir lönd í skuldavanda. Hugsa má um heimsmarkmiðin sem byggingareiningar velgengni í hverju samfélagi fyrir sig. Það mun aðeins verða kostnaðarsamara og erfiðara því lengur sem alþjóðasamfélagið dregur lappirnar. Góðu fréttirnar eru þó að það er enn möguleiki á að knýja fram raunverulegar breytingar. Til þess að raunverulegar breytingar eigi sér stað þarf samstarf margra ólíkra hagsmunaaðila sem styðja við sameinaðar aðgerðir, til að mynda opinberar stofnanir en einnig vísinda-, mennta-, skóla- og borgarasamfélagið. Það má færa rök fyrir því að heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun séu yfirgripsmesta, metnaðarfyllsta og aðgerðamiðaðasta áætlun um framfarir á heimsvísu sem mannkynið hefur nokkru sinni komið sér saman um. Það þýðir ekki að þau séu ekki laus við galla og gagnrýni en þau benda svo sannarlega á leið fram á við til að takast á við sameiginlegar sjálfbærniáskoranir alls mannkyns til framtíðar, fyrir betri heim fyrir öll. Fánadagur heimsmarkmiðanna 25. september Ísland tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiðanna í fyrsta sinn þann 25. september n.k. Um er að ræða viðburð á vegum United Nations Global Compact, sem hefur frá árinu 2019, staðið fyrir framtakinu og hafa vinsældir þess farið ört vaxandi. Í ár mun þúsundum fána vera flaggað í samstilltu átaki um allan heim. Það er mikið gleðiefni að fjöldi íslenskra fyrirtækja, skóla, félagasamtaka og sveitarfélaga taka nú þátt í viðburðinum og draga fána markmiðanna að húni til að sýna stuðning sinn í verki. Takk fyrir stuðninginn! Hægt verður að fylgjast með herferðinni á samfélagsmiðlum undir #togetherfortheSDGs og #samanfyrirheimsmarkmiðin. Framtakið er leitt af UN Global Compact á Íslandi, í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi með stuðningi frá forsætisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu. Höfundar eru svæðisstjóri UN Global Compact á Íslandi og framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun