Innlent

Fleiri og fleiri ung­menni sem koma og fá hjálp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace.
Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace. Vísir/Einar

Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli.

Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu.

„Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni.

Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace

Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt.

„Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra.

Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega.

„Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris.

Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar

Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því.

„Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×