Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2023 08:56 Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir er framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins Headspace. Vísir/Einar Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna. Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Veislan fór fram við húsnæði Bergsins að Suðurgötu. Þangað höfðu rúmlega þrjú hundruð ungmenni lagt leið sína til að taka þátt í hátíðarhöldunum en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á svæðið og flutti ræðu. „Því miður eru of mörg ungmenni sem líður aðeins of illa. Við verðum að gera eitthvað í því. Við verðum að finna leiðir til þess að sporna gegn vanlíðan, kvíða, þunglyndi og of miklu álagi,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Klippa: Afmælisveisla Bergsins headspace Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Bergsins, segir árin fimm hafa liðið afar hratt. „Þau hafa verið mjög viðburðarík. En við höfum verið að byggja okkur upp og jafnt og þétt verið að auka við þjónustuna okkar. Fá inn fleiri og fleiri ungmenni. Nú erum við með mikla þjónustu í gangi. Við erum að hitta 60, 70 ungmenni í hverri einustu viku sem mörg frá mikla hjálp sem er dásamlegt,“ segir Sigurþóra. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir eru meðal þeirra sem nýtt hafa sér Bergið. Þær segja þjónustuna vera ómetanlega. „Ég held það sé helst að koma á stað sem hlustar á þig, það er erfitt að fá tíma hjá sálfræðing eða fagaðila. Svo er það dýrt. Að hafa þetta úrræði sem er bæði ókeypis, stuttur fyrirvari, það er ómetanlegt,“ segir Íris. Anna Kristín Pálsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir nýta sér báðar Bergið Headspace.Vísir/Einar Anna tekur undir og segir þægilegt að Bergið taki á móti fólki hvenær sem það hentar því. „Þú getur bara mætt hvenær sem er og það kostar ekki neitt. Þegar þér hentar, talað um hvað sem er. Mjög þægilegt. Í staðinn fyrir að bóka tíma hjá sálfræðingi og borga slatta,“ segir Anna.
Heilsa Börn og uppeldi Reykjavík Geðheilbrigði Tímamót Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira