Handbolti

Meistaradeildin í handbolta: Barcelona með stórsigur á Magdeburg, tæpt milli Kolstad og Kielce

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Janus Daði spilaði fyrir Kolstad á síðasta tímabili.
Janus Daði spilaði fyrir Kolstad á síðasta tímabili. Kolstad

Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Barcelona vann 32-20 stórsigur gegn Magdeburg í B riðli. Íslendingaliðin Kolstad og Kielce tókust á í A riðli.  

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg í tapinu gegn Barcelona. Veszéprem sigraði Montpellier 33-31. Þetta var fyrsti leikur beggja þessa liða, Barcelona situr á toppi riðilsins með GOG og Porto eftir tvær umferðir spilaðar. 

Í A riðli fór Kielce með nauman 32-30 sigur gegn Kolstad. Sigvaldi Björn Guðjónsson spilaði ekki með Kolstad en hann skoraði átta mörk í síðasta leik. Haukur Þrastarsson var sömuleiðis fjarverandi í liði Kielce. Haukur er að stíga upp úr þrálátum meiðslum og spilaði sinn fyrsta leik síðustu helgi í 45-24 marka sigri gegn Unia Tarnów. 

Í öðrum leikjum A riðilsins: PSG sigraði RK Zagreb 35-31 á heimavelli og Kiel vann 35-32 gegn Pick Szeged. Sigurliðin eru með fullt hús stiga og deila efsta sætinu eftir tvær umferðir með Aalborg sem vann stórsigur á RK Eurofarm Pelister í gær. 


Tengdar fréttir

Titil­vörn Ís­lendinga­liðsins hófst á tapi

Evrópumeistarar Magdeburg máttu þola fimm marka tap er liðið tók á móti Telekom Veszprém í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 28-33.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×