Sjúkraliðar mættir til leiks Sandra B. Franks skrifar 20. september 2023 10:31 Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra. Í dag búa um 3000 manns á hjúkrunarheimilum. Eftir 15 ár má gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa á hjúkrunarheimilum verði 4500 því fólk er að eldast. Á næstu 15 árum gæti fólki á aldrinum 80 til 89 ára fjölgi um 85 prósent, en það er sá hópur sem í dag þarf hvað mestu heilbrigðisþjónustuna. Í þessu ljósi er mikilvægt að minnast tíðinda sem átti sér stað síðastliðið vor en þá útskrifaðist hópur sjúkraliða í fyrsta sinn af háskólastigi með 60 eininga diplómagráðu. Þetta er hópur sem hefur einmitt lokið námi í öldrunar- og heimahjúkrun. En bætt öldrunarþjónusta og heimahjúkrun er lykillinn til að mæta þeirri samfélagslegri breytingu sem blasir við á Íslandi vegna hækkandi aldurs landsmanna. Markmið námsins er að efla klíníska færni og fagmennsku, þekkingu á samskiptum sem meðferðartæki sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi heilbrigðistétta. Skemmst er frá því að segja að heilbrigðisstofnanir um allt land hafa kalla eftir slíkri færni og þekkingu á meðal sjúkraliða. Ljóst er að námið hefur opnað á fjölmarga möguleika fyrir sjúkraliða til að takast á við fjölþættari störf og aukna ábyrgð. En eitt er ljóst að kröfurnar í heilbrigðiskerfinu aukast stöðugt og tækninni fleygir áfram. Þetta nám er einmitt hugsað til að mæta þeim kröfum. Aukin þekking og færni Meginmarkmið námsins á kjörsviði öldrunar- og heimahjúkrunar er m.a. að styrkja og auka þekkingu og færni starfandi sjúkraliða á eðlilegum öldrunarbreytingum, áhrifum öldrunartengdra sjúkdóma og bjargráðum við þeim. Áhersla er á persónumiðaða nálgun í heildrænni umönnun aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Nemendur fá mikilvæga innsýn í helstu líkamlegu, andlegu og félagslegu þætti sem eru viðfangsefni farsællar öldrunar. Í því samhengi læra nemendur um lífeðlisfræðilegar breytingar og áhrif þeirra á heilsu og virkni á efri árum. Í náminu er fjallað um algenga langvinna sjúkdóma aldraðra en í því samhengi læra nemendur um möguleg og mismunandi áhrif þessara sjúkdóma á virkni og alhliða lífsgæði aldraðra. Þá læra nemendur um færni- og heilsufarsmat og framkvæmd þeirra auk þess um gerð áhættumats er kemur að þáttum eins og byltuhættu, húðheilsu, næringarástands, verkja, geðheilsu o.s.frv. Nemendur fá einnig kennslu og þjálfun í uppsetningu þvagleggja og æðaleggja, blóðtöku, blóðræktun, sárameðferðum og lyfjagjöfum. Sömuleiðis læra nemendur um algengustu lyfjaflokka aldraða, lyfjameðferðir og sérhæfðar meðferðir fyrir aldraða. Rýnt er í lyfjafræði með tillit til öldrunar, og farið yfir hvernig hækkaður aldur hefur áhrif á lyfjahvörf, lyfhrif, milliverkanir, aukaverkanir og meðferðafylgni. Nemendur öðlast einnig þekkingu á verkjum, verkjamat og verkjameðferð hjá öldruðum, sem og um meðferðatakmarkanir, líknar- og lífslokameðferðir. Námið mætir brýnni þörf Þörf fyrir þjónustu sjúkraliða gagnvart öldruðum mun eingöngu vaxa. Háskólinn á Akureyri hefur því mætt þessu ákalli samfélagsins og heilbrigðisþjónustunnar með því að bjóða upp á þetta metnaðarfulla hagnýta fagháskólanám. Þessu til viðbótar hafa stjórnvöld stutt vel við uppbyggingu námsins og talið það vera mikilvæga viðbót við heilbrigðisþjónustuna. Sjúkraliðar með diplómapróf eru í reynd nýr valkostur og mikilvægur hlekkur í þjónustu hjúkrunar og framtíð heilbrigðiskerfisins. Það er því mikilvægt að stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni taki vel á móti þessu nýja vinnuafli og finni því viðeigandi stað hjá sér, hvort sem litið er til verkefna, ábyrgðar eða kjara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun