Skipstjórar þurfa ekki að gefa upp staðsetningu frekar en þeir vilja Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 07:46 Hvalur 8 og 9 í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Skipstjórar Hvals hf. hafa ekki haft kveikt á sjálfvirku auðkenniskerfi hvalveiðiskipanna tveggja á yfirstandandi vertíð, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni. Reglugerð kveður á um að skipstjórum sé í sjálfsvald sett hvort þeir noti búnaðinn. Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni. Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Í svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Vísis um það hvort Hval hf. sé heimilt að gefa ekki upp staðsetningu á skipum sínum, Hval 8 og 9, segir að í reglugerð um Vaktstöð Siglinga og eftirlit með umferð skipa segi að í undantekningartilvikum megi slökkva á sjálfvirku auðkenniskerfi skips ef skipstjóri telji það nauðsynlegt í þágu öryggis eða verndar skipsins. Forsvarsmenn Hvals hf. hafi haft samband við Landhelgisgæslu Íslands og tjáð stofnuninni að Hvalur 8 og Hvalur 9 myndu nýta sér umrædda heimild. Landhelgisgæslan hafi gert þá kröfu að skipin sendu stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skeyti í gegnum gervihnött á klukkustundar fresti til þess að Landhelgisgæslan væri meðvituð um staðsetningu skipanna. Eins og ákvæðið er orðað sé það skipstjóra að meta hvort nauðsynlegt sé að beita því. Aðeins einu sinni nýtt áður Í svarinu segir að ákvæðinu hafi aðeins einu sinni verið beitt. Þá hafi nýsmíðað skip verið að koma til landsins og þurft að sigla í gegnum hættulegt svæði á leið sinni til landsins og skiptstjóri þess hafi nýtt sér undanþáguna. Þá segir að ákvörðun Hvals hafi ekki áhrif á öryggi annarra skipa. „Sjálfvirkur staðsetningarbúnaður er ekki eina tækið til að tryggja öryggi á sjó. Einnig er gerð krafa um mannaða brú og siglingaljós svo eitthvað sé nefnt. Auk þess sem ratsjá skipa kemur að góðum notum.“ Loks segir að það sé ekki hlutverk Landhelgisgæslunnar að framkvæma mat á því hvort nauðsynlegt sé að nýta undanþáguna til þess að tryggja öryggi skipa og það ítrekað að stofnunin veiti ekki undanþágu á umræddu atriði heldur sé það skipstjóri umræddra skipa sem tekur ákvörðun um að nýta sér undanþáguákvæðið sem sett er í reglugerðinni.
Hvalveiðar Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira