Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 19. september 2023 15:00 Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að. Alls hafa verið opnuð yfir 900 ný leikskólapláss á undanförnum 5 árum sem er nokkuð umfram þau markmið sem sett voru fram í aðgerðaáætluninni Brúum bilið í lok árs 2018 en þar var stefnt að fjölgun um 700-750 á 4-6 árum. Þessi mikla fjölgun hefur þó ekki nýst eins vel til að lækka innritunaraldur eins og vonir stóðu til vegna óvenju mikils viðhalds í eldri leikskólum sem gera það að verkum að mörg hundruð leikskólapláss í gömlu leikskólunum hafa lokað á móti þeim nýju sem bæst hafa við. Staðan í fyrra var fordæmalaus hvað þetta varðaði og staðan í ár er enn vandasöm sem sést á því að enn eru allmörg pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast til að innrita ný börn eins og til stóð vegna viðhaldsframkvæmda og endurbóta. Starfsaðstæður batna Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er verið að taka hraustlega til hendinni í að bæta aðstöðumál leikskóla í borginni, bæði með nýju leikskólahúsnæði og átaki í viðhaldsmálum sem bætir til muna starfsaðstæður starfsfólks og auðvitað leikskólabarna. Og eftir því sem fleiri leikskólar eru teknir í gegn mun eðli málsins samkvæmt viðhaldsþörfin minnka í gömlu leikskólunum heilt á litið og 300-400 pláss nýtast til að taka á móti nýjum börnum umfram þau sem þegar eru komin í notkun. Eins og fram hefur komið í umræðunni þá eru um 363 pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast í dag vegna viðhaldsframkvæmda en sem betur fer er reiknað með að mikill meirihluti þeirra eða 265 talsins nýtist aftur strax á næsta ári fyrir inntöku nýrra barna. Jákvæðari horfur í mönnunarmálum Það er líka jákvætt að betur horfir með mönnunarmálin bæði til skemmri tíma en sérstaklega til lengri tíma litið því aðsókn í leikskólakennaranámið er að aukast jafnt og þétt og sérstaklega frá árinu 2018 þegar við fórum í átak til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskólanna með milljarða fjárfestingu en frá þeim tíma hefur nemendafjöldinn þrefaldast og nálgast nú nemendatölur frá því fyrir 2008 þegar kennaranámið var lengt í 5 ár. Þessi þróun skiptir miklu máli því aðsókn í leikskólakennaranámið minnkaði um 75% eftir lengingu námsins og náði sér ekki á strik fyrr en 10 árum síðar með alvarlegum afleiðingum fyrir mönnun leikskóla um land allt. Nýir leikskólar í undirbúningi Núna er framkvæmdum lokið við nýjan leikskóla við Hallgerðargötu við Kirkjusand þar sem nýr ungbarnaleikskóli mun opna á allra næstu vikum en starfsfólk og stjórnendur eru byrjuð að koma sér fyrir í glænýju húsnæði með skemmtilegu útisvæði. Þar verður hægt að taka á móti 60 börnum og mun þessi viðbót koma í góðar þarfir í Laugardal og nágrenni þar sem fjöldi umsókna hefur verið með mesta móti í borginni. Næstur á dagskránni verður svo nýr leikskóli í Ævintýraborgarhúsnæði á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg en hann er hugsaður til að mæta brýnni þörf miðsvæðis í borginni. Sá leikskóli mun rúma 90 börn og er stefnt að því að hann opni á fyrri hluta næsta árs. Auglýsingaferli er að ljúka á næstu vikum fyrir nýjar deiliskipulagsbreytingar sem tengjast tveimur leikskólum sem eiga svo að opna næsta haust, annars vegar í Fossvogi þar sem verður leikskóli fyrir allt að 150 börn og hins vegar um 100 barna leikskólahúsnæði við Laugardalsvöll sem mun nýtast fyrir ný börn en líka börnum á leikskólanum Laugasól þar sem miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Sambærilegt verkefni er í Vesturbænum tengt framkvæmdum við Vesturborg nærri Sundlaug Vesturbæjar þar sem stefnt er að því að setja Ævintýraborg til bráðabirgða fyrir um 100 börn sem geti tekið við börnum af Vesturborg en líka boðið nýjum börnum inngöngu. Sömuleiðis er undirbúningur í fullum gangi fyrir nýjan leikskóla í Seljahverfinu í Breiðholti. Stefnt er að því að sá leikskóli rúmi allt að 150 börn og opni á haustmánuðum næsta árs. Þá er verið að skipuleggja stækkun á tveimur starfandi leikskólum annars vegar Stakkaborg í Hlíðahverfinu og hins vegar Hulduheimum í Grafarvogi sem munu nýtast til að bjóða um 70 börnum til viðbótar í þessa tvo leikskóla. Í vetur eru svo að fara í gang spennandi hönnunarsamkeppnir fyrir nýja leikskóla í Vogabyggð, Fellahverfinu í Breiðholti og Skerjafirði svo nokkuð sé nefnt.Þessu til viðbótar stefnir í umtalsverða fjölgun meðal nokkurra sjálfstætt starfandi leikskóla og lítur út fyrir að hún muni nema tæplega 200 plássum á allra næstu misserum. Allt í allt stefnir því í að við munum fá tæplega í kringum 800 ný pláss inn í leikskóla í borginni fram til ársloka 2024 miðað við áætlanir okkar í dag borið saman við 600 ný pláss í fyrra. Sú uppbygging er auðvitað forsenda þess að hægt verði að bjóða börnum í leikskólana frá 12 mánaða aldri en fjöldi þeirra í dag er á sjöunda hundrað eins og fram hefur komið í umræðunni en sú tala tekur daglegum breytingum eins og við þekkjum. Það er því heilmikil uppbygging framundan í leikskólamálum í borginni. Uppbygging leikskólanna í borginni er forgangsmál sem við munum áfram sinna af fullum krafti og metnaði með það í huga að geta á allra næstu misserum boðið börnum í leikskólana að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að. Alls hafa verið opnuð yfir 900 ný leikskólapláss á undanförnum 5 árum sem er nokkuð umfram þau markmið sem sett voru fram í aðgerðaáætluninni Brúum bilið í lok árs 2018 en þar var stefnt að fjölgun um 700-750 á 4-6 árum. Þessi mikla fjölgun hefur þó ekki nýst eins vel til að lækka innritunaraldur eins og vonir stóðu til vegna óvenju mikils viðhalds í eldri leikskólum sem gera það að verkum að mörg hundruð leikskólapláss í gömlu leikskólunum hafa lokað á móti þeim nýju sem bæst hafa við. Staðan í fyrra var fordæmalaus hvað þetta varðaði og staðan í ár er enn vandasöm sem sést á því að enn eru allmörg pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast til að innrita ný börn eins og til stóð vegna viðhaldsframkvæmda og endurbóta. Starfsaðstæður batna Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að það er verið að taka hraustlega til hendinni í að bæta aðstöðumál leikskóla í borginni, bæði með nýju leikskólahúsnæði og átaki í viðhaldsmálum sem bætir til muna starfsaðstæður starfsfólks og auðvitað leikskólabarna. Og eftir því sem fleiri leikskólar eru teknir í gegn mun eðli málsins samkvæmt viðhaldsþörfin minnka í gömlu leikskólunum heilt á litið og 300-400 pláss nýtast til að taka á móti nýjum börnum umfram þau sem þegar eru komin í notkun. Eins og fram hefur komið í umræðunni þá eru um 363 pláss í leikskólum borgarinnar sem ekki nýtast í dag vegna viðhaldsframkvæmda en sem betur fer er reiknað með að mikill meirihluti þeirra eða 265 talsins nýtist aftur strax á næsta ári fyrir inntöku nýrra barna. Jákvæðari horfur í mönnunarmálum Það er líka jákvætt að betur horfir með mönnunarmálin bæði til skemmri tíma en sérstaklega til lengri tíma litið því aðsókn í leikskólakennaranámið er að aukast jafnt og þétt og sérstaklega frá árinu 2018 þegar við fórum í átak til að bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskólanna með milljarða fjárfestingu en frá þeim tíma hefur nemendafjöldinn þrefaldast og nálgast nú nemendatölur frá því fyrir 2008 þegar kennaranámið var lengt í 5 ár. Þessi þróun skiptir miklu máli því aðsókn í leikskólakennaranámið minnkaði um 75% eftir lengingu námsins og náði sér ekki á strik fyrr en 10 árum síðar með alvarlegum afleiðingum fyrir mönnun leikskóla um land allt. Nýir leikskólar í undirbúningi Núna er framkvæmdum lokið við nýjan leikskóla við Hallgerðargötu við Kirkjusand þar sem nýr ungbarnaleikskóli mun opna á allra næstu vikum en starfsfólk og stjórnendur eru byrjuð að koma sér fyrir í glænýju húsnæði með skemmtilegu útisvæði. Þar verður hægt að taka á móti 60 börnum og mun þessi viðbót koma í góðar þarfir í Laugardal og nágrenni þar sem fjöldi umsókna hefur verið með mesta móti í borginni. Næstur á dagskránni verður svo nýr leikskóli í Ævintýraborgarhúsnæði á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg en hann er hugsaður til að mæta brýnni þörf miðsvæðis í borginni. Sá leikskóli mun rúma 90 börn og er stefnt að því að hann opni á fyrri hluta næsta árs. Auglýsingaferli er að ljúka á næstu vikum fyrir nýjar deiliskipulagsbreytingar sem tengjast tveimur leikskólum sem eiga svo að opna næsta haust, annars vegar í Fossvogi þar sem verður leikskóli fyrir allt að 150 börn og hins vegar um 100 barna leikskólahúsnæði við Laugardalsvöll sem mun nýtast fyrir ný börn en líka börnum á leikskólanum Laugasól þar sem miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Sambærilegt verkefni er í Vesturbænum tengt framkvæmdum við Vesturborg nærri Sundlaug Vesturbæjar þar sem stefnt er að því að setja Ævintýraborg til bráðabirgða fyrir um 100 börn sem geti tekið við börnum af Vesturborg en líka boðið nýjum börnum inngöngu. Sömuleiðis er undirbúningur í fullum gangi fyrir nýjan leikskóla í Seljahverfinu í Breiðholti. Stefnt er að því að sá leikskóli rúmi allt að 150 börn og opni á haustmánuðum næsta árs. Þá er verið að skipuleggja stækkun á tveimur starfandi leikskólum annars vegar Stakkaborg í Hlíðahverfinu og hins vegar Hulduheimum í Grafarvogi sem munu nýtast til að bjóða um 70 börnum til viðbótar í þessa tvo leikskóla. Í vetur eru svo að fara í gang spennandi hönnunarsamkeppnir fyrir nýja leikskóla í Vogabyggð, Fellahverfinu í Breiðholti og Skerjafirði svo nokkuð sé nefnt.Þessu til viðbótar stefnir í umtalsverða fjölgun meðal nokkurra sjálfstætt starfandi leikskóla og lítur út fyrir að hún muni nema tæplega 200 plássum á allra næstu misserum. Allt í allt stefnir því í að við munum fá tæplega í kringum 800 ný pláss inn í leikskóla í borginni fram til ársloka 2024 miðað við áætlanir okkar í dag borið saman við 600 ný pláss í fyrra. Sú uppbygging er auðvitað forsenda þess að hægt verði að bjóða börnum í leikskólana frá 12 mánaða aldri en fjöldi þeirra í dag er á sjöunda hundrað eins og fram hefur komið í umræðunni en sú tala tekur daglegum breytingum eins og við þekkjum. Það er því heilmikil uppbygging framundan í leikskólamálum í borginni. Uppbygging leikskólanna í borginni er forgangsmál sem við munum áfram sinna af fullum krafti og metnaði með það í huga að geta á allra næstu misserum boðið börnum í leikskólana að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun