Eitt sveitarfélag á Suðurnesjum skilið eftir í heilbrigðismálum Anton Kristinn Guðmundsson skrifar 16. september 2023 11:30 Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti viðrist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum. Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Sveitarfélagið er með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með í Suðurnesjabæ umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns, þvert á samþykki sveitarstjórnar. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að Heilbrigðis þjónusta verði endurvakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Um er að ræða gríðarlega stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður strax við heil-brigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu hvar í flokki sem þeir standa og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér að hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Flóttafólk á Íslandi Anton Guðmundsson Tengdar fréttir Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Suðurnesjabær er ört vaxandi sveitarfélag á suðurnesjum og íbúum fjölgar jafnt og þétt. Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár er íbúafjöldi í Suðurnesjabæ kominn yfir 4.000, nánar tiltekið alls 4.011 nú í byrjun þessarar viku. Þegar Suðurnesjabær varð til við sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs fyrir 5 árum var íbúafjöldinn um 3.400. Íbúum hefur því fjölgað um 600 manns á þessum 5 árum, eða um 17,5%. Uppbygging í heilbrigðismálum á íslandi hefur verið mikil á undanförum árum og hefur núverandi heilbrigðisráðherra verið vinnusamur þá daga sem hann hefur setið í embætti og lagt miklu vinnu í þau mikilvægu verkefni sem hann hefur verið að leysa hverju sinni, en með einhverju móti viðrist Suðurnesjabær verða undir í þeim efnum. Sú staðreynd blasir við að sveitarfélagið Suðurnesjabær er stærsta sveitarfélagið á íslandi sem hefur ekki neina heilsugæslu né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Ef mið er tekið af stærð er Suðurnesjabær eina sveitarfélagið á Íslandi sem stendur í þeim sporum. Sveitarfélagið er með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Einnig eru uppi áform Vinnumálastofnunar um að koma með í Suðurnesjabæ umsækjendur um alþjóðlega vernd sem telja 120 manns, þvert á samþykki sveitarstjórnar. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að Heilbrigðis þjónusta verði endurvakin í sveitarfélaginu líkt og hún var hér á árum áður til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Um er að ræða gríðarlega stórt réttlætismál fyrir íbúa Suðurnesjabæjar, að heilbrigðisþjónusta verði í boði í sveitarfélaginu líkt og í öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi af þessari stærð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ eru öll boðin og búin að hefja formlegar viðræður strax við heil-brigðisráðuneytið og forsvarsmenn HSS við fyrsta tækifæri svo að hægt sé að undirbúa húsnæðið sem Suðurnesjabær hefur upp á að bjóða undir slíka starfsemi. Ég skora á alla þingmenn í kjördæminu hvar í flokki sem þeir standa og ekki síst á heilbrigðisráðherra að beita sér að hörku svo að þetta réttlætismál fyrir íbúa suðurnesjabæjar nái fram að ganga sem allra fyrst, því ljóst þykir að málefnið er brýnt og þolir enga bið. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Engin heilbrigðisþjónusta í fjögur þúsund manna bæjarfélagi Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vinna nú hörðu höndum að því að fá heilbrigðisþjónustu frá ríkinu í sveitarfélagið en staðreyndin er sú að það er enga heilbrigðisþjónustu að hafa í Suðurnesjabæ í dag þrátt fyrir að þar búi um fjögur þúsund manns. 6. ágúst 2023 23:05
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun