Herminám í heilbrigðisvísindum - spennandi tímar framundan! Þorsteinn Jónsson og Hrund Sch. Thorsteinsson skrifa 16. september 2023 07:01 Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir. Sífellt fleiri sem koma að kennslu í heilbrigðisvísindum sjá hag í því að breyta kennsluháttum í átt að hermikennslu, með ávinning þátttakenda og sjúklinga að leiðarljósi. Hermikennsla er að sama skapi talin henta vel samhliða nýstárlegum kennsluaðferðum, svo sem sýndarveruleika og ýmislegt sem bendir til þess að hann eigi einnig eftir að verða snar þáttur í allri kennslu í heilbrigðisvísindum á komandi misserum. En hvað er hermikennsla? Um er að ræða þýðingu á enska hugtakinu Simulation. Hermikennsla er vel skilgreind og öguð kennsluaðferð, þar sem gjarnan er stuðst við tölvustýrða sýndarsjúklinga og líkt eftir raunverulegum aðstæðum í öruggu umhverfi. Þannig gefst þátttakendum tækifæri til að upplifa, læra og þjálfa viðbrögð við margs konar tilvikum, flóknum sem sjaldgæfum sem upp geta komið á heilbrigðisstofnunum. Kennslan fer fram undir stjórn hermileiðbeinenda, sem hefur það megin markmið að aðstoða þátttakendur við að bæta þekkingu og færni út frá forsendum þeirra sem taka þátt hverju sinni. Kennslan er því einstaklingsmiðuð, þar sem hver þátttakandi bætir við þekkingu og færni á eigin forsendum. Líkt og um allan heim, hefur hermikennsla í heilbrigðisvísinum vaxið á Íslandi á tiltölulega skömmum tíma. Segja má að formleg hermikennsla hafi hafist hér á landi fyrir um 15 árum þegar Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands eignaðist sinn fyrsta tölvustýrða sýndarsjúkling, og á svipuðum tíma sóttu fyrstu leiðbeinendur formlega menntun og þjálfun í hermikennslu. Kennslurýmið sem ætlað var fyrsta sýndarsjúklingnum var um 8m2 gluggalaust kjallaraherbergi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikil uppbygging í menntun leiðbeinenda og allri umgjörð í hermikennslu á sviði heilbrigðisvísinda átt sér stað. Með aukinni hermikennslu, m.a. vegna fjölgunar nemenda í hjúkrunarfræði, hefur sýnt sig að mjög vantar upp á aðstöðu og búnað. Landspítali (LSP) hefur verið leiðandi hér á landi í hermikennslu, þá hefur einnig átt sér stað markviss uppbygging innan Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins svo dæmi séu tekin. Í fremur fámennu landi eins og Íslandi er óhagkvæmt að margir aðilar setji upp upp aðstöðu og búnað, sem bæði er sérhæfður og dýr, auk þess sem kennslukraftar þeirra sem hlotið hafa þjálfun nýtast betur með samnýtingu á hermisetri. Með sameiginlegum markmiðum og framsýni getum við hér á landi skipað okkur í fremstu röð á heimsvísu á sviði hermikennslu. Að þessu sögðu, þá er afar ánægjuleg þróun að eiga sér stað í samstarfi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Landspítala, sem tekið hafa höndum saman við að byggja upp sameiginlegt sérhannað færni- og hermikennslusetur, sem áætlað er að taka í notkun á haustmánuðum. Samstarfið er tilkomið vegna styrks úr Samstarfssjóði háskóla, þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið taka höndum saman við að efla færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Aðstaðan hvílir á þeim trausta grunni sem Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Landspítali hafa komið á laggirnar og mun nýtt setur gjörbylta möguleikum til sinna verklegri kennslu á öllum sviðum heilbrigðisvísinda, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Með nýju setri verður einnig til aðstaða til að þjálfa fleiri leiðbeinendur í hermikennslu, sem mun nýtast í auknu samstarfi háskóla á Íslandi. Með nýrri aðstöðu verður t.a.m. hægt að leggja enn frekari áherslu á kennslu og þjálfun í samskiptum og teymisvinnu, en ítrekað hefur komið fram í rannsóknum að samskiptabrestur í teymisvinnu er sá þáttur sem oftast fer úrskeiðis þegar atvik eiga sér stað í heilbrigðisþjónustunni. Í sameiginlegu hermisetri, gefst klínísku starfsfólki tækifæri til að stunda símenntun í sama umhverfi og nemendur. Slíkt hefur jákvæðan ávinning í báðar áttir, þ.e. nemendur geta miðlað nýrri þekkingu til starfandi heilbrigðisstarfsfólks og nemendur tengjast klínískum fyrirmyndum í öruggu kennsluumhverfi. Ætla má að þessir sameiginlegu snertifletir komi til með að auka gæði og efla öryggi sjúklinga, jafnvel flýta fyrir því að nemendur nái tökum á starfi sínu. Fleira er hægt að telja til, en með nýrri aðstöðu aukast möguleikar á að prófa tæki, ferla og aðbúnað sem verið að er hanna í nýjum Landspítala. Með því móti er hægt að reyna hvernig hlutir virka í hermisetri áður en í stærra samhengi er komið. Auk framan greindra dæma þá gefst heilbrigðisstarfsfólki framtíðarinnar tækifæri að öðlast öryggi í notkun á búnaði eða aðstæðum, sem þau koma síðan til með að beita í klínísku starfi. Sýnt hefur verið fram á að markvisst herminám minnki streitu og getur þar af leiðandi hugsanlega haft áhrif á starfsmannaveltu og laðað að heilbrigðisstarfsfólk til starfa í heilbrigðiskerfinu. Ítrekað er rætt um skort á heilbrigðisstarfsfólki. Vel hannað og skilvirkt hermisetur er ein grunnforsenda þess að hægt sé að fjölga nemendum í heilbrigðisvísindum, því heilbrigðisstofnanir hér á landi eru margar komnar að þolmörkum með móttöku nemenda og klínísk námspláss. Þess utan sem námstækifæri í klínísku umhverfi eru misjöfn og oft tilviljunarkennd. Í hermisetri er hægt að kenna og þjálfa nánast allt sem fram fer í klínísku starfi, hægt að stoppa kennsluna hvenær sem er, ræða og lagfæra, endurtaka eins oft og þörf er á, sem og auka eða minnka erfiðleikastig viðfangsefnisins, allt eftir þörfum og getu þátttakenda. Framtíðin á Íslandi er björt þegar kemur að hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Nauðsynlegt er að halda áfram á þeirri vegferð að byggja upp og efla alla umgjörð í tengslum við þessa gagnlegu kennsluaðferð sem ljóst er að mun vaxa á komandi árum. Gaman væri að sjá notkun á hermikennslu víkka enn frekar, og sjá til að mynda löggæslu, sjúkraflutninga og aðra sem starfa við samfélagsþjónustu sameinast undir einu allsherjar hermisetri Íslands (HermÍS). Vikuna 18.-22. september n.k. fer fram alþjóðleg herminámsvika. Megin markmið hennar er að vekja athygli herminámi í heilbrigðisvísindum. Hermileiðbeinendur og aðrir sem koma að slíkri kennslu út um allan heim verða áberandi á ýmsum vettvangi að kynna hermikennslu í víðu samhengi. Áhugasöm geta fylgst með á öllum helstu samfélagsmiðlum undir merkinu #HcSimWeek23. Þorsteinn er sérfræðingur í hjúkrun og aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Hrund er deildarstjóri menntadeildar Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Háskólar Landspítalinn Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er hermikennsla í heilbrigðisvísindum ört vaxandi kennsluform, hvorttveggja fyrir nemendur, sem og við endur- og símenntun heilbrigðisstarfsfólks. Víða um heim er hermikennsla órjúfanlegur þáttur í kennslu í heilbrigðisvísindum og ítrekað hefur verið bent á margþættan ávinning hennar, umfram hefðbundnari kennsluaðferðir. Sífellt fleiri sem koma að kennslu í heilbrigðisvísindum sjá hag í því að breyta kennsluháttum í átt að hermikennslu, með ávinning þátttakenda og sjúklinga að leiðarljósi. Hermikennsla er að sama skapi talin henta vel samhliða nýstárlegum kennsluaðferðum, svo sem sýndarveruleika og ýmislegt sem bendir til þess að hann eigi einnig eftir að verða snar þáttur í allri kennslu í heilbrigðisvísindum á komandi misserum. En hvað er hermikennsla? Um er að ræða þýðingu á enska hugtakinu Simulation. Hermikennsla er vel skilgreind og öguð kennsluaðferð, þar sem gjarnan er stuðst við tölvustýrða sýndarsjúklinga og líkt eftir raunverulegum aðstæðum í öruggu umhverfi. Þannig gefst þátttakendum tækifæri til að upplifa, læra og þjálfa viðbrögð við margs konar tilvikum, flóknum sem sjaldgæfum sem upp geta komið á heilbrigðisstofnunum. Kennslan fer fram undir stjórn hermileiðbeinenda, sem hefur það megin markmið að aðstoða þátttakendur við að bæta þekkingu og færni út frá forsendum þeirra sem taka þátt hverju sinni. Kennslan er því einstaklingsmiðuð, þar sem hver þátttakandi bætir við þekkingu og færni á eigin forsendum. Líkt og um allan heim, hefur hermikennsla í heilbrigðisvísinum vaxið á Íslandi á tiltölulega skömmum tíma. Segja má að formleg hermikennsla hafi hafist hér á landi fyrir um 15 árum þegar Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands eignaðist sinn fyrsta tölvustýrða sýndarsjúkling, og á svipuðum tíma sóttu fyrstu leiðbeinendur formlega menntun og þjálfun í hermikennslu. Kennslurýmið sem ætlað var fyrsta sýndarsjúklingnum var um 8m2 gluggalaust kjallaraherbergi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikil uppbygging í menntun leiðbeinenda og allri umgjörð í hermikennslu á sviði heilbrigðisvísinda átt sér stað. Með aukinni hermikennslu, m.a. vegna fjölgunar nemenda í hjúkrunarfræði, hefur sýnt sig að mjög vantar upp á aðstöðu og búnað. Landspítali (LSP) hefur verið leiðandi hér á landi í hermikennslu, þá hefur einnig átt sér stað markviss uppbygging innan Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins svo dæmi séu tekin. Í fremur fámennu landi eins og Íslandi er óhagkvæmt að margir aðilar setji upp upp aðstöðu og búnað, sem bæði er sérhæfður og dýr, auk þess sem kennslukraftar þeirra sem hlotið hafa þjálfun nýtast betur með samnýtingu á hermisetri. Með sameiginlegum markmiðum og framsýni getum við hér á landi skipað okkur í fremstu röð á heimsvísu á sviði hermikennslu. Að þessu sögðu, þá er afar ánægjuleg þróun að eiga sér stað í samstarfi Heilbrigðisvísindasviðs HÍ og Landspítala, sem tekið hafa höndum saman við að byggja upp sameiginlegt sérhannað færni- og hermikennslusetur, sem áætlað er að taka í notkun á haustmánuðum. Samstarfið er tilkomið vegna styrks úr Samstarfssjóði háskóla, þar sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið taka höndum saman við að efla færni- og hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Aðstaðan hvílir á þeim trausta grunni sem Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Landspítali hafa komið á laggirnar og mun nýtt setur gjörbylta möguleikum til sinna verklegri kennslu á öllum sviðum heilbrigðisvísinda, bæði fyrir nemendur og starfsfólk. Með nýju setri verður einnig til aðstaða til að þjálfa fleiri leiðbeinendur í hermikennslu, sem mun nýtast í auknu samstarfi háskóla á Íslandi. Með nýrri aðstöðu verður t.a.m. hægt að leggja enn frekari áherslu á kennslu og þjálfun í samskiptum og teymisvinnu, en ítrekað hefur komið fram í rannsóknum að samskiptabrestur í teymisvinnu er sá þáttur sem oftast fer úrskeiðis þegar atvik eiga sér stað í heilbrigðisþjónustunni. Í sameiginlegu hermisetri, gefst klínísku starfsfólki tækifæri til að stunda símenntun í sama umhverfi og nemendur. Slíkt hefur jákvæðan ávinning í báðar áttir, þ.e. nemendur geta miðlað nýrri þekkingu til starfandi heilbrigðisstarfsfólks og nemendur tengjast klínískum fyrirmyndum í öruggu kennsluumhverfi. Ætla má að þessir sameiginlegu snertifletir komi til með að auka gæði og efla öryggi sjúklinga, jafnvel flýta fyrir því að nemendur nái tökum á starfi sínu. Fleira er hægt að telja til, en með nýrri aðstöðu aukast möguleikar á að prófa tæki, ferla og aðbúnað sem verið að er hanna í nýjum Landspítala. Með því móti er hægt að reyna hvernig hlutir virka í hermisetri áður en í stærra samhengi er komið. Auk framan greindra dæma þá gefst heilbrigðisstarfsfólki framtíðarinnar tækifæri að öðlast öryggi í notkun á búnaði eða aðstæðum, sem þau koma síðan til með að beita í klínísku starfi. Sýnt hefur verið fram á að markvisst herminám minnki streitu og getur þar af leiðandi hugsanlega haft áhrif á starfsmannaveltu og laðað að heilbrigðisstarfsfólk til starfa í heilbrigðiskerfinu. Ítrekað er rætt um skort á heilbrigðisstarfsfólki. Vel hannað og skilvirkt hermisetur er ein grunnforsenda þess að hægt sé að fjölga nemendum í heilbrigðisvísindum, því heilbrigðisstofnanir hér á landi eru margar komnar að þolmörkum með móttöku nemenda og klínísk námspláss. Þess utan sem námstækifæri í klínísku umhverfi eru misjöfn og oft tilviljunarkennd. Í hermisetri er hægt að kenna og þjálfa nánast allt sem fram fer í klínísku starfi, hægt að stoppa kennsluna hvenær sem er, ræða og lagfæra, endurtaka eins oft og þörf er á, sem og auka eða minnka erfiðleikastig viðfangsefnisins, allt eftir þörfum og getu þátttakenda. Framtíðin á Íslandi er björt þegar kemur að hermikennslu í heilbrigðisvísindum. Nauðsynlegt er að halda áfram á þeirri vegferð að byggja upp og efla alla umgjörð í tengslum við þessa gagnlegu kennsluaðferð sem ljóst er að mun vaxa á komandi árum. Gaman væri að sjá notkun á hermikennslu víkka enn frekar, og sjá til að mynda löggæslu, sjúkraflutninga og aðra sem starfa við samfélagsþjónustu sameinast undir einu allsherjar hermisetri Íslands (HermÍS). Vikuna 18.-22. september n.k. fer fram alþjóðleg herminámsvika. Megin markmið hennar er að vekja athygli herminámi í heilbrigðisvísindum. Hermileiðbeinendur og aðrir sem koma að slíkri kennslu út um allan heim verða áberandi á ýmsum vettvangi að kynna hermikennslu í víðu samhengi. Áhugasöm geta fylgst með á öllum helstu samfélagsmiðlum undir merkinu #HcSimWeek23. Þorsteinn er sérfræðingur í hjúkrun og aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ og Hrund er deildarstjóri menntadeildar Landspítala.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun