Að missa stjórn á skapi sínu Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 11. september 2023 07:01 Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18 Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07 Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég hef búið langdvölum erlendis, og fylgist ekki með öllu sem gerist á Íslandi. Stundum rek ég samt augun í eitthvað sem vekur athygli mína. Þar á meðal var frétt um professor emeritus sem kom með flugi til Keflavíkur. Það gerist örugglega oft, en í þetta skipti virðist prófessorinn hafa misst stjórn á skapi sínu. Það er í sjálfu sér örugglega ekki óvenjulegt að fólk komi örþreytt úr flugi og þá er styttra í kveikjuþræðinum sem kveikir á skapsmununum. Það sem mér bregður fyrst og fremst við að sjá eru viðbrögð prófessorsins á eftir. Það voru vitni að atburðunum og þau lýsa ekki því sem prófessorinn heldur fram. Þau lýsa einstökum dónaskap og síðan fylgir prófessorinn dónaskapnum eftir þegar hann var kominn heim. Móðir er stödd með tvær ungar dætur sínar og þær taka tösku prófessorsins í misgripum eftir því sem allir nema háttvirtur prófessor segir. Hann er sannfærður um að þær hafi stolið töskunni og gefur sig ekki með það, sama hvað hver segir. Hann fór mikinn um klæðaburð móðurinnar sem hann segir hafa verið „í múslimabúningi“. Og hvað þá með það? Það kemur aldrei fram hvort prófessorinn hafi verið í jakkafötum, en það kemur fram að hann hafi hreytt ónotum í þær og sagt þeim að koma sér þangað sem þær komu frá. Sem er í þessu tilfelli Ísland. Það fer um mig hrollur að heyra að börn lendi í svona uppákomum. Börn eiga skilyrðislaust að njóta verndar skv. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fordómar fullorðinna eiga aldrei að ganga út yfir börn. Mér flýgur í hug hvort ekki hafi verið ástæða til að kalla til lögreglu til að hlífa börnunum. Mistök geta átt sér stað, og þá þarf að biðjast afsökunar hvernig sem fólk er klætt og sama hvaða þjóðfélagsstöðu viðkomandi gegnir. Það virðist háttvirtur prófessor ekki skilja. Höfundur er dósent við Høgskulen på Vestlandet.
Segir Hannes hafa öskrað á börn og starfsfólk Ung kona sem varð vitni að því þegar Hannes Hólmsteinn Gissurason sakaði konu ásamt tveimur dætrum hennar um að hafa reynt að ræna töskunni sinni í Leifsstöð í gær, segist viss um að hann hefði ekki brugðist jafn harkalega við ef um Íslendinga hefði verið að ræða. Hún segir Hannes hafa verið í miklu uppnámi og öskrað á konuna, dætur hennar og starfsfólk flugstöðvarinnar. 2. september 2023 13:18
Sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa rænt töskunni sinni Facebookfærsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann sakar konu í „múslimabúning“ um að hafa reynt að ræna tösku sinni í Leifsstöð í gær, hefur vakið hörð viðbrögð. Sjónarvottur að atvikinu segir ungar dætur konunnar hafa tekið töskuna í misgripum en skilað henni um leið og upp komst um misskilninginn. 2. september 2023 12:07
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar