Sport

Dagskráin í dag: NFL, Besta deild kvenna og landsleikir

Andri Már Eggertsson skrifar
NFL Red Zone verður á Stöð 2 Sport í dag
NFL Red Zone verður á Stöð 2 Sport í dag Vísir/Getty

Það er fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru níu beinar útsendingar og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi 

Stöð 2 Sport

ÍBV og Keflavík mætast í Bestu deild kvenna þar sem bein útsending hefst klukkan 13:50.

Stöð 2 Sport 2

Í NFL-deildinni verða tveir leikir í beinni útsendingu. Klukkan 16:55 hefst bein útsending frá leik Pittsburgh Steelers-San Francisco 49ers. Klukkan 20:20 hefst síðan leikur Los Angeles Chargers-Miami Dolphins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17:00 hefst NFL Red Zone. Þar er sýnt frá öllu því mark­verðasta sem gerist í öllum leikjum NFL-deildarinnar. Útsendingin eru um það bil sjö klukkustundir án auglýsinga.

Stöð 2 Sport 4

Kroger Queen City meistaramótið á LPGA-mótaröðinni í golfi verður í beinni útsendingu frá klukkan 18:00.

Stöð 2 Sport 5

Selfoss og Tindastóll mætast í Bestu deild kvenna og bein útsending hefst klukkan 15:50.

Vodafone Sport

Finnland og Danmörk mætast í undankeppni EM í beinni útsendingu klukkan 15:50.

Klukkan 18:35 verður sýnt beint frá leik Írlands og Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×