Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Ingrid Kuhlman skrifar 12. september 2023 08:01 Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun