Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð Ingrid Kuhlman skrifar 12. september 2023 08:01 Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. Spurt var annars vegar um almenna afstöðu þátttakenda til dánaraðstoðar með svohljóðandi spurningu: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Svarmöguleikarnir voru: Alfarið hlynnt(ur) Mjög hlynnt(ur) Frekar hlynnt(ur) Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur) Frekar andvíg(ur) Mjög andvíg(ur) Alfarið andvíg(ur) Hins vegar var spurt um viðhorf þátttakenda til mismunandi leiða við framkvæmd dánaraðstoðar. Spurningin var svohljóðandi: Ef dánaraðstoð yrði leyfð á Íslandi, hver eftirtalinna leiða við dánaraðstoð myndi hugnast þér best? Læknir gefur sjúklingi lyf í æð Sjúklingur innbyrðir sjálfur lyf sem læknir útvegar Læknir skrifar upp á lyf sem sjúklingurinn sækir í apótek og innbyrðir sjálfur Mér hugnast engin ofantalinna leiða Í þessari grein verður einblínt á afstöðu heilbrigðisstarfsmanna til lögleiðingar dánaraðstoðar á Íslandi. Stærð úrtaks könnunarinnar var 1.200 þ.e. 400 félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, 400 félagsmenn í Læknafélagi Íslands og 400 félagsmenn í Sjúkraliðafélagi Íslands. Þar sem ofangreind fagfélög afhenda ekki þriðja aðila upplýsingar úr félagatali sínu veitti Gallup þeim leiðsögn um val á úrtaki og framkvæmd könnunarinnar. Fjöldi svarenda í úrtaki var 384 og þátttökuhlutfall 32,0%. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 25. apríl til 11. maí 2023. Viðhorf lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða Meirihluti lækna eða 56% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og 32% segjast andvígir (alfarið, frekar eða mjög). Yfirgnæfandi meirihluti hjúkrunarfræðinga eða 86% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 7% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Mikill meirihluti sjúkraliða eða 81% segist hlynntur (alfarið, mjög eða frekar) dánaraðstoð, 12% svara hvorki né og aðeins 7% segjast andvígir (alfarið, mjög eða frekar). Séu þessar niðurstöður bornar saman við eldri kannanir má greina mikla viðhorfsbreytingu. Árið 1995 töldu aðeins 5% lækna og 9% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum í könnun sem var send til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Árið 2010 höfðu tölurnar hækkað aðeins en þá töldu 18% lækna og 20% hjúkrunarfræðinga líknardráp, nú dánaraðstoð, réttlætanlegt. Í viðhorfskönnun sem Brynhildur K. Ásgeirsdóttir framkvæmdi árið 2021 sem hluta af BS-ritgerð sinni meðal lækna og hjúkrunarfræðinga á aðgerðar- og meðferðarsviðum Landspítalans kom fram grundvallarbreyting en 54% lækna og 71% hjúkrunarfræðinga höfðu jákvætt viðhorf til / dánaraðstoðar. Stuðningur heilbrigðisstarfsfólks við dánaraðstoð í gegnum árin. Ofangreindar niðurstöður sýna glöggt að stuðningur heilbrigðisstarfsmanna við dánaraðstoð hefur aukist verulega á skömmum tíma. Staðhæfingar um að heilbrigðisstarfsfólk sé andstæðingar dánaraðstoðar eiga sér ekki stoð. Ein af ástæðum þess er að heilbrigðisstarfsfólk er farið að viðurkenna rétt einstaklingsins til að taka ákvörðun um endalok lífs síns við tilteknar aðstæður. Einnig má álykta að með stuðningi við dánaraðstoð felist viðurkenning á að hún sé hluti af lífslokameðferð sjúklings. Sambærileg viðhorfsbreyting á Norðurlöndunum Ef skoðað er viðhorf heilbrigðisstarfsfólks á Norðurlöndum til dánaraðstoðar má sjá sambærilega viðhorfsbreytingu. Í Noregi var stuðningur lækna við dánaraðstoð 30% árið 2019 (15% árið 2009) og hjúkrunarfræðinga 40% sama ár (25% árið 2009). Í Finnlandi var stuðningur lækna 46% árið 2013 (29% árið 2002) og hjúkrunarfræðinga 74% árið 2016. Í könnun í Svíþjóð frá árinu 2021 var stuðningur lækna við dánaraðstoð 41%. Hvatning til fagfélaga um að láta af andstöðu Á undanförnum tíu árum hafa samtök lækna og hjúkrunarfræðinga breytt afstöðu sinni til dánaraðstoðar, þar á meðal bresku læknasamtökin (British Medical Association), félag skurðlækna (Royal College of Surgeons) og félag hjúkrunarfræðinga (Royal College of Nursing) en ofangreind félög hafa nú tekið upp hlutlausa afstöðu til dánaraðstoðar úr því að vera mótfallin lögleiðingu hennar. Mig langar að hvetja Læknafélag Íslands, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands til að ræða málefnið innan sinna raða og lýsa yfir stuðningi við dánaraðstoð eða að minnsta kosti láta af andstöðu sinni og virða það meirihlutasjónarmið heilbrigðisstarfsmanna sem kemur fram í viðhorfskönnun heilbrigðisráðherra. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir lögleiðingu á réttinum til dánaraðstoðar á Íslandi. Félagið mun standa fyrir tveimur viðburðum á Fundi fólksins sem haldinn verður 15.-16. september n.k.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun