Sjálfsvíg og fjölmiðlar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir skrifar 6. september 2023 13:01 Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar