Sjálfsvíg og fjölmiðlar Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir skrifar 6. september 2023 13:01 Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fjölmiðlar Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir Gulur september sem er vitundarvakningarverkefni félaga og stofnana sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í tilefni af því er rétt að skoða hlutverk fjölmiðla í sjálfsvígsforvörnum. Það er staðreynd að á hverju ári falla yfir sjöhundruð þúsund manns fyrir eigin hendi í heiminum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga hér á landi verið 39 að meðaltali. Þrátt fyrir opinberar áætlanir í sjálfsvígsforvörnum verður árangri ekki náð nema með þátttöku alls samfélagsins. Vinna þarf að forvörnum á breiðum grunni því áhættu- og verndandi þættir sjálfsvíga eru gjarnan flókið samspil margra þátta. Þó svo að embætti landlæknis sé ábyrgt fyrir sjálfsvígsforvörnum af hálfu stjórnvalda og haldi utan um Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi þá er staðreyndin sú að öll ráðuneyti, fjölmargar stofnanir, félög og fyrirtæki þurfa að koma að þeirri vinnu. Snertiflöturinn er ólíkur og margir þurfa að leggjast á eitt og vinna að geðrækt á öllum stigum, veita úrræði og stuðning við hæfi. Hér er t.d. átt við heilbrigðisþjónustu, viðbragðsaðila, félagsþjónustu, skóla og aðra. Einnig skiptir opin og upplýst umræða um geðrænar áskoranir máli. Þar leika fjölmiðlar leika stórt hlutverk. Sjálfsvíg eru vandmeðfarið umfjöllunarefni en fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á þekkingu og viðhorf almennings til málaflokksins með umfjöllun sinni. Það skiptir máli að slík umfjöllun sé ábyrg, feli í sér fréttir sem fræða almenning, benda á sjálfshjálp, verndandi þætti, séu leiðbeinandi um bjargráð og aðgengi að þjónustu og úrræðum. Miðlun jákvæðrar og uppbyggjandi þekkingar getur virkað sem hvatning fyrir þá sem eiga um sárt að binda að leita sér hjálpar og ræða tilfinningar sínar og áskoranir. Rannsökuð hafa verið áhrif frétta af sjálfsvígum í fjölmiðlum á þróun sjálfsvíga. Framsetningin frétta er þá gjarnan flokkuð annars vegar eftir því hvort þær eru líklegar til að auka tíðni sjálfsvíga eða fela í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði. Framsetning sem er talin auka hættu á vanlíðan og fleiri sjálfsvígum er kennd við unga listamanninn Werther sem sviptir sig lífi í skáldsögu Goethe og kallast „Werther-áhrif“. Þessi hætta er t.d. til staðar ef aðferð sjálfsvígs er lýst, ef fréttir af sama sjálfsvígi eru endurteknar oft og ef um er að ræða þekktan einstakling. Fréttir af þessu tagi hafa sérstaklega slæm áhrif á viðkvæma hópa, t.d ungmenni, þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaðahegðun. Hins vegar ef umfjöllunin felur í sér uppbyggilegar leiðir og úrræði þá er hún sögð hafa „Papagenó-áhrif“ og er það með vísun í sögupersónuna Papagenó úr Töfraflautu Mozarts, sem íhugar sjálfsvíg en hættir við eftir að hafa komið auga á aðrar uppbyggilegar leiðir. Fjölmiðlar gegna því grundvallar hlutverki í opnu lýðræðissamfélagi að miðla mikilvægum upplýsingum til almennings. Þessu hlutverki geta fjölmiðlar m.a. gegnt með því að fjalla um sjálfsvíg með uppbyggilegum hætti. Áður en frétt, fyrirsögn eða önnur umfjöllun um sjálfsvíg er sett fram þá ætti ávallt að spyrja þeirrar spurningar hvort framsetningin hafi „Werther-áhrif“ eða „Papagenó-áhrif“ og muna að mælt er með feta í fótspor Papagenó. Þetta á líka við um almenning en með tilkomu samfélagsmiðla má segja að allir séu blaðamenn og ritstjórar á eigin afmörkuðu miðlum. Á vef embættis landlæknis má finna leiðbeiningar frá árinu 2019, um Ábyrga umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Höfundur er verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna á lýðheilsusviði embættis landlæknis.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun